Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 66
66
ÖFEIGUR
þeir hafa lært af reynslunni og standa nú við hlið
frænda sinna í Noregi um djarfa og þjóðrækna fram-
sýni. *)
En þó að íslendingar geti eignazt 2—300 manna
liðsafla í varnarsveit landsins og stuðst við það lið um
innlenda og erlenda friðgæzlu, þá þarf meira með. ís-
lendingar verða að koma á fót heimavarnarliði eða
þjóðverði. Það er ólaunuð hjálparlið lögreglunnar í land-
inu. Nú æfir þjóðin alla sína ungu menn í marghátt-
uðum íþróttum og ver til þess ærnu fé. Þessir menn
þurfa ekki nema tiltölulega litla þjálfun til að geta
verið mjög nýtilegir til friðgæzlu. Þeir verða að vera
háðir vissri tegund af herskyldu. Ef skríll ætlar að
taka sér í hendur stjórn landsins eða einstakra héraða,
þá verður að grípa til þjóðvarðarins til gæzlu. Ef
verkfall er í Reykjavík og spellvirkjar ráðast á hita-
leiðslur, vatnsleiðslur eða rafleiðslur bæjarins, á að
grípa til þjóðvarðarins við vörzlu þessara og annarra
mannvirkja, meðan innanlandsófriðurinn stendur. Ef
þjóðin hefði átt þjóðvörð 1942, þegar bolsivikar neit-
uðu að skipa hitaveituefni frá Ameríku upp í Reykja-
vík, þá hefði sá liðsafli vitaskuld verið notaður til að
bjarga bæjarfélaginu úr klóm skemmdarverkamanna.
Sama er að segja um togarana á Reykjavíkurhöfn
sumarið 1950. Hinn ,,helgi“ verkfallsréttur hefur þar
verið notaður á þann hátt, að tæplega verður auðvelt
að láta þjóðina til lengdar líta á skemmdarverk af
því tægi eins og „heilagar“ athafnir. Stauning og At-
tlee, til að nefna tvo verkalýðsleiðtoga í næstu lönd-
um, hafa hvað eftir annað látið herinn taka við störf-
um verkamanna, þegar líf þjóðfélagsins lá við. Þannig
verður hver siðmenntuð þjóð að fara að, ef hún á ekki
að steypa sér í glötun. Þessi verkfallsóstjórn nær ekki
eingöngu til svo kallaðra verkamanna, heldur einnig
til almennra sýslunarmanna, er hafa á síðustu ár-
*) Nýlega samþykktu einhverir áhugamenn á Vesturlandi
ýmsar tillögur, sem stefndu að vissu leyti i rétta átt, varðandi
nýja stjórnarskrá, en bættu þar við þeirri bamalegu ályktun, að
hér skyldi aldrei lögleiða herskyldu. Hver á að verja landið og
halda hér uppi friði lögbundins þjóðfélags, ef þjóðin skapar
stjórn sinni engin valdatæki? Þjóð, sem vill ekki verja sig,
lendir mjög bráðlegta i undirlægjustöðu hjá þeim nábúa, sem
tekur að sér stjórn og vörn landsins.