Ófeigur - 15.08.1950, Síða 65

Ófeigur - 15.08.1950, Síða 65
ÓFEIGUR 65 gott af því að fá um stund í landið unga menn frá öðrum löndum, sem standa þeim framar í umgengnis- menningu. XIX. Framtíðarlandvörn íslendinga. Nú ert svo komið, að ef þjóðin vill ekki verða að undri fyrir beina sjálfsmorðstilraun, verður hún og það sem fyrst, að hverfa frá vegum kommúnista og þeirra bandamanna í landvarnarmálunum og snúa sér að hinu hálfgleymda vígorði Ólafs Thors um nauðsyn hinna sterkustu vígvéla. Þrátt fyrir allt, sem gert hef- ur verið til að svæfa þjóðina. og gera hana fullkom- lega andvaralausa um sitt stærsta mál, þá er slík iðja nú orðin þýðingarlaus. Forráðamenn Islendinga verða að fara fram á þá vörn, sem Truman bauð fyrir fimm árum í því forrni, sem tryggir líf fólksins þegar heims- stríðið byrjar á norðurhjara heimsins. Inn í þann liðs- afla verður að koma sveit ungra Islendinga, sem mið- ast við fólksfjölda og getu þjóðarinnar. Fordæmi Norð- manna er þar eðlileg fyrirmynd. Islendingar geta lagt hlutfallslega eftir íbúatölu, jafnmarga menn til að verja sín heimili og. sitt land eins og Norðmenn. Þessi liðs- afli verður jafnframt að vera tiltækur fyrir landstjórn- ina, þegar þarf til að tryggja frelsi og sjálfstæði lands- ins. Það má aldrei koma fyrir oftar, að óður skrílí, undir forystu glæframanna á launum frá erlendri land- vinningaþjóð, geti látið sér koma til hugar að taka löggjafarvaldið og framkvæmdastjórnina í sínar hend- ur, eins og við bar 30. marz 1949. Höfuðkostur innlends liðssafnaðar við vörn landsins er þó andlegs eðlis. Þar geta Islendingar lært af Dönum. Þeim var sú tilhugs- un óbærileg, að láta aðrar þjóðir gefa þeim frelsið, en fórna engu sjálfir. Manndómskennd Islendinga hlýtur að kref jast þess, að synir landsins standi að engu leyti að baki jafnöldrum í öðrum löndum við varnir arin- eldsins. Það eru allar líkur til, að hin óskörulega fram- koma margra ungra og myndarlegra manna hér á landi, stafi af minnimáttarkennd frá stríðsárunum, þegar þeir voru ekki með þar sem frelsi þeirra og allra landsmanna var tryggt. Munurinn á viðhorfi Dana og Norðmanna í stríðinu og eftir stríðið liggur í þess- um sögulegu sannindum. En það er sæmd Dana, að

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.