Ófeigur - 15.08.1950, Síða 19
ÖFEIGUR
19
Finnland. Er þessi gluggalokun glöggur vitnisburður
um víðsýnið austan járntjaldsins. Enn hafa Rússar
krafizt af Finnum, að þeir megi leggja og starfrækja
tvo hernaðarvegi yfir Norður-Finnland. Liggur annar
vegurinn að landamerkjum Svíþjóðar, en hinn að nyrztu
héruðum Noregs. Með þessum hætti geta Rússar á svip-
stundu flutt ógrynni liðs til innrásar í Skandínavíu.
Hinsvegar er ljóst, að Svíar og Norðmenn láta sér
aldrei koma til hugar að hefja árásarstríð gegn Rúss-
um. Jafnskjótt og Rússar náðu undirtökum í leppríkj-
um sínum, voru þau orðin peð á taflborði einvaldans
í Moskva. Járntjald var dregið milli allra þessara landa
og hins frjálsa heims. I þessum löndum er allt frelsi úti-
lokað. Njósnarar, leynilögregla, herlið og flokkslið
kommúnista heldur öllu fólki innan járntjaldsins í helj-
argreipum réttleysis og kúgunar. Allir frjálsir og hugs-
andi menn þrá það eitt, að komast úr þessu voðafang-
elsi. Milljónir manna úr Austur-Þýzkalandi hafa flúið
frá eignum og starfi vestur á bóginn, þar sem Engil-
saxar og Frakkar ráða ríkjum. IJr leppríkjunum strjúka
á sama hátt fjöldi manna til vesturlanda. Stundum
ræna þessir menn flugvélum til að komast úr landi. En
langoftast nota menn úr utanríkisþjónustu leppríkj-
anna tækifærin, er þeir dvelja erlendis, til að biðja um
landvist og grið þar sem þeir eru staddir. Innilokunin
í Rússlandi og fylgiríkjum þess er svo hatramleg í aug-
um manna, sem hafa notið frelsis í vesturlöndum, að
líf austur þar er þeim með öllu óbærilegt. Hinsvegar
er öllum þorra manna í löndum Rússa vitanlega ókleift
að komast að heiman, úr greipum njósnara, leynilög-
reglunnar og hersins. Þeir verða að una við alla þá þrælk-
un og réttleysi sem á þá er lögð, þar til gröfin leysir
af þeim hlekki óbærilegra lífdaga.
VIII. Sjálfsbjargarsamtök vesturlanda.
Smátt og smátt varð þingstjórnarþjóðunum í vestur-
löndum ljóst, að Stalin stefndi að því, að leggja undir
sig allan heiminn með gífurlegu innrásarstríði. Hann
fetaði í fótspor Hitlers um yfirlæti, stríðsundirbúning,
fyrirlitningu á gildi samninga og alþjóðarétti. Báðir ein-
ræðisherrarnir hugðust að geta lagt undir sig öll lönd
með því að einbeita öllum mætti stórþjóðar og ormsins