Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 19

Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 19
ÖFEIGUR 19 Finnland. Er þessi gluggalokun glöggur vitnisburður um víðsýnið austan járntjaldsins. Enn hafa Rússar krafizt af Finnum, að þeir megi leggja og starfrækja tvo hernaðarvegi yfir Norður-Finnland. Liggur annar vegurinn að landamerkjum Svíþjóðar, en hinn að nyrztu héruðum Noregs. Með þessum hætti geta Rússar á svip- stundu flutt ógrynni liðs til innrásar í Skandínavíu. Hinsvegar er ljóst, að Svíar og Norðmenn láta sér aldrei koma til hugar að hefja árásarstríð gegn Rúss- um. Jafnskjótt og Rússar náðu undirtökum í leppríkj- um sínum, voru þau orðin peð á taflborði einvaldans í Moskva. Járntjald var dregið milli allra þessara landa og hins frjálsa heims. I þessum löndum er allt frelsi úti- lokað. Njósnarar, leynilögregla, herlið og flokkslið kommúnista heldur öllu fólki innan járntjaldsins í helj- argreipum réttleysis og kúgunar. Allir frjálsir og hugs- andi menn þrá það eitt, að komast úr þessu voðafang- elsi. Milljónir manna úr Austur-Þýzkalandi hafa flúið frá eignum og starfi vestur á bóginn, þar sem Engil- saxar og Frakkar ráða ríkjum. IJr leppríkjunum strjúka á sama hátt fjöldi manna til vesturlanda. Stundum ræna þessir menn flugvélum til að komast úr landi. En langoftast nota menn úr utanríkisþjónustu leppríkj- anna tækifærin, er þeir dvelja erlendis, til að biðja um landvist og grið þar sem þeir eru staddir. Innilokunin í Rússlandi og fylgiríkjum þess er svo hatramleg í aug- um manna, sem hafa notið frelsis í vesturlöndum, að líf austur þar er þeim með öllu óbærilegt. Hinsvegar er öllum þorra manna í löndum Rússa vitanlega ókleift að komast að heiman, úr greipum njósnara, leynilög- reglunnar og hersins. Þeir verða að una við alla þá þrælk- un og réttleysi sem á þá er lögð, þar til gröfin leysir af þeim hlekki óbærilegra lífdaga. VIII. Sjálfsbjargarsamtök vesturlanda. Smátt og smátt varð þingstjórnarþjóðunum í vestur- löndum ljóst, að Stalin stefndi að því, að leggja undir sig allan heiminn með gífurlegu innrásarstríði. Hann fetaði í fótspor Hitlers um yfirlæti, stríðsundirbúning, fyrirlitningu á gildi samninga og alþjóðarétti. Báðir ein- ræðisherrarnir hugðust að geta lagt undir sig öll lönd með því að einbeita öllum mætti stórþjóðar og ormsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.