Ófeigur - 15.08.1950, Síða 44

Ófeigur - 15.08.1950, Síða 44
44 ÖFEIGUR Hver maður og hver þjóð, sem vill njóta friðar og frels- is, verður að gjalda full laun fyrir þessi gæði. Núver- andi utanríkisráðherra Dana, Rasmussen, er friðar- maður, engu síður en hinn sögulærði fyrirrennari hans, en reynsla þungbærra hernámsára hefur kennt honum og þjóð hans, öllu fólki nema kommúnistum, hvers virði frelsið er andlega heilbrigðum mönnum. I Noregi er sviplíkur samanburður á misvitrum ráð- herrum. Þar höfðu bændur, verkamenn og svokallaðir frjálshuga menn, komizst að þeirri niðurstöðu, að stríð mundi aldrei ná til þeirra. Allur stríðsviðbúnaður væri óþarfur. Þjóðabandalagið og griðasáttmálar milli þjóða væru nægilegar tryggingar sjálfstæði fullvalda ríkja. Þegar stríðið brauzt úr, 1939, var prófessor Koht utan- ríkisráðherra, maður vel viti borinn, snjall sagnfræð- ingur og höfuðsmaður í liði verkamannaflokksins. Hann var andlega skyldur dr. Munch í Danmörku: Báðir voru stofulærðir bókfræðimenn, en skilningslausir á hin dýpri verðmæti sálarlífsins. Koht hélt, eins og Chamberlain í Englandi, að Hitler og Göring væru orðheldnir og sómakærir heiðursmenn. Meðan Hitler fyllti landhelgi Noregs með skipum, sem talið var að ættu að sækja jámmálm til Narvik, en voru hlaðin vopnuðu liði, sem hafði fengið það hlutverk að launmyrða frelsi Noregs, þá gekk hinn lærði sagnfræðingur fram og aftur í söl- um ráðuneytis síns, eins og smábarn, sem sér ekki að hús þess brennur þó að logarnir leiki um veggina. Síð- an kom innrás Hitlers og hin hreystilega vörn Norð- manna heima fyrir og á öllum höfum heimsins. Þegar frelsið hafði heimsótt Noreg að nýju, fundu Norðmenn að þeir höfðu hlýtt á falsspámenn, er þeir lítilsvirtu landvarnir sínar. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að ef þeir hefðu skilið bófaeðli nazista og ekki hleypt þeim í landhelgina og staðið á verði með vopn í hönd við hvern fjörð og hvert sund, þá hefði Hitler aldrei get- að unnið Noreg nema með mjög erfiðri herferð gegn- um Svíþjóð. I hugum dugandi Norðmanna var hernám- ið sjálfskaparvíti, af því að menn, sem gengu nieð bönd fyrir bæði augu, höfðu ráðið fram úr vandamálum þjóð- arinnar þegar henni lá mest á. Núverandi utanríkis- ráðherra Norðmanna, Lange, býst við stríði, eins og stéttarbróðir hans í Danmörku, og býr þjóðina undir að mæta hættunni. Lange er einn af aðalbaráttumönri-

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.