Ófeigur - 15.08.1950, Side 34

Ófeigur - 15.08.1950, Side 34
34 ÓFEIGUR skrílnum á torginu og freista að tefja störf þingsins með þeim hætti lengur en með málþófinu. Að lokum tókst forseta að koma ró á í salnum. Var umræðum skjótt lokið og hófst atkvæðagreiðsla. Allir Sjálfstæðism. fylgdu tillögu um að ganga í Atlantshafsbandalagið. Kommúnistar voru allir á móti. Þeim fylgdu að málum tveir Alþýðuflokksmenn, Hannibal Valdimarsson og Gylfi Gíslason. Þá bættist og Páll Zophoníasson í hóp með kommúnistum, en Hermann Jónasson og Skúli Guð- mundsson sátu hjá. Var þetta góð spegilmynd af ástand- inu, að fimm þingmenn, kosnir af ráðsettum bændum og borgurum skyldu geta lagzt svo lágt, að fylgja mál- stað, sem kommúnistar höfðu valið sér og talið svo þýðingarmikinn fyrir stefuna, að þeir gerðu sig að beinum illræðis og upphlaupsmönnum fyrir. Gylfi Gísla- son kom fram fyrir deild Rússa í háskóla Islands. Páll Zophoníasson af því að hann ann öllu því sem er á- hugaefni kommúnista, án þess að þekkja þær hugsjón- ir, sem auðga sálarlíf einstakra byltingarmanna. Her- mann Jónasson var nú kominn á sjöunda ár sem von- biðill kommúnista um forstöðu í vinstristjórn. Þótti honum nokkur von um að stjórnin kynni að falla á málinu og honum að opnast leið til metnaðar. Kom- múnistar létu í þetta sinn sem þeir gerðu veg formanns Framsóknar allmikinn. Sýndi upphlaupsskríllinn honum sérstaka virðingu og tillátssemi, er hann gekk af þing- fundi þennan dag, þó að þeir þingmenn, sem höfðu hegð- að sér eins og mönnum var samboðin, gætu ekki kom- izt ómeiddir til heimila sinna nema undir lögregluvernd. Um Skúla Guðmundsson og Hannibal Valdimarssson var það að segja, að þeim gengu ekki mannlýti til sinn- ar framkomu, heldur þverbrotin skapgerð og þröng- sýni, sem heppilegri lífskjör hefðu getað strokið af sálarlífi þeirra. Jón pálmason kom heill á húfi úr sínum hættulega forsetastól. Hafði hann mjög vaxið af lægni sinni við stjórn þingsins þessa daga. Erfitt er að segja, hver slys kynnu að hafa hlotizt af kvöldfundi eftir dagsetur 29. marz 1949* Þegar æsingamar voru sem mestar úti á torginu og grjótflaugar inn á salar- gólfið, var ég svo settur, að ég sá auðveldlega yfir neðri deild og alla þingmenn í sætum sínum. Nú voru allir sæmilegir menn úr þrem borgaraflokkum innilega sann- færðir um, að flokkur kommúnista væri með öllu óhæf-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.