Ófeigur - 15.08.1950, Side 21

Ófeigur - 15.08.1950, Side 21
ÖFEIGUR 21 ríkjamanna, væri heimurinn nú þegar kominn undir járnhæl Rússa og allt frelsi og vestræn menning þurrk- að út af hnettinum með svipuðum hætti eins og gert hefur verið í Eystrasaltslöndunum á síðustu árum. Framganga Bandaríkjanna er mjög óvenjuleg í þessu efni. Aldrei fyrr í sögu heimsins hefur sterk, auðug og sigursæl þjóð látið vera að kref jast skaðabóta og skatt- landa í sigurlaun frá þeim, sem tapað hafa í hættu- spili stríðsins, en í þess stað kom Bandaríkjaþjóðin til hinna sigruðu með mat, hjúkrunargögn, verksmiðjur, samgöngutæki og vopn til landvama. Forráðamenn Bandaríkjanna eru ekki, fremur en aðrir menn, þeir englar, að þeir leiki sér af tómri hjartagæzku að gefa dollara í billjónum til óþekktra manna. Sama má segja um allar hinar stríðshrjáðu þjóðir í Norðurálfu, að þær mundir ekki samþykkja langan herskyldutíma, sem skyldubyrði á herðar allra ungra manna í þessum lönd- um og skjóta jafnframt á frest flestum meiri háttar framförum til félagslegra umbóta, ef ekki lægi mikið við. Til þess að fjölmargar þroskaðar þjóðir leggi af frjálsum vilja á sig þessar þungu byrðar, þarf að vera sérstök orsök. Ekkert nema ægileg, yfirvofandi og að- steðjandi hætta getur knúið hundruð milljónir af frjáls- um mönnum til að leggja á sig svo stórkostlegar fórn- ir eins og vestrænar þjóðir gera nú. Svarið er einfalt. Hinar frjálsu þjóðir vesturlanda vita, að forráðamenn Rússlands og fylgismenn þeirra í hinum ánauðugu lönd- um stefna hiklaust og brotalaust að því að eyðileggja allt það, sem frjálsum og menntuðum mönnum er dýr- mætast.Leiðtogar lýðræðissinna, bæði í hinum stóru þjóðríkjum og líka her á landi hefðu ekki þurft að bíða fram yfir síðustu stríðslok til að vita um fram- tíðaráform bolsivika í öllum löndum. Fyrir rúmlega heilli öld, mótaði spámaður bolsivismans, Karl Marx, stefnuna. Kommúnistar áttu að brjóta niður með blóð- ugri byltingu allt, sem borgárar hinna frjálsu þjóða höfðu byggt upp. Engum átti að hlífa. Öll vopn mátti nota, til að taka eignir og völd í hendur þeirra, sem ekkert áttu. Sigurmáttur bolsivismans liggur í þessu einfalda trúboði: Sá sem á ekkert, má taka allt af hverjum þeim, sem hefur einhver jarðnesk gæði handa milli. Marx skildi vel, að þessum ránskap þyrfti að íylgja nægilegt vald. Þess vegna lagði hann til, að ör-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.