Ófeigur - 15.08.1950, Side 29
ÓFEIGUR
29
ingaþjóðir stjórna innrás. Eftir að Tyrkjaráninu lauk,
hafði enski flotinn með höndum fullkomna verndargæzlu
í Atlantshafinu norðanverðu fram að öðru heimsstríð-
inu. En þá tók við hið mikla stríðsgróðatímabil. Islend-
ingar báru lítt kennsl á hina miklu, ósamningsbundnu
vernd Englendinga og kunnu ekki glögg skil á þeim
velgerningum, sem þeir urðu aðnjótandi í sambandi við
hernaðarbandalagið við Ameríku. Þess vegna voru kom-
múnistar og þeirra bandamenn látnir ráða svörum Is-
lendinga við boði Trúmans 1946 og krafist að vera
algerlega varnarlausir, hvað sem á kynni að dynja.
Þegar allar nábúaþjóðir beggja megin Atlantshafs undir-
búa stofnun varnarbandalags, höfðu kommúnistar enn
forystu um andófið. Háskólinn og fylking hinna nyt-
sömu sakleysingja var enn á sínum stað í hægri fylk-
ingararmi þeirra, sem vildu láta landið bíða óvarið eftir
innrás. Sr. Sigurbjörn Einarsson hóf sókn fyrir varnar-
leysinu með útvarpsræðu úr hátíðasal háskólans. Ég
svaraði litlu síðar með fyrirlestrinum „Varnarlaust land“
í Austurbæjarbíó. Um áramótin var Ólafur Thors ný-
kominn heim af fundi sameinuðu þjóðanna í París,
mjög snortinn af samhug og fórnarvilja hinna frjálsu
þjóða í vesturlöndum. Flutti hann þá útvarpsræðu um
varnir hinna frjálsu þjóða móti hernaðaráformum kom-
múnista og komst svo að orði, að gegn þeirri hættu
stoðuðu engar varnir, nema með hinum sterkustu víg-
vélum. Ólafur Thors hafði þá, ef til vill óafvitandi,
mótað hið vestræna vígorð: Móti austrænu hættunni
stoðar ekkert nema hinar sterkustu vígvélar. Eysteinn
Jónsson hafði í kosningunum 1946, myndað kjörorð
gistivinanna, þeirra sem vildu láta landið vera varn-
arlaust og treysta á gömlu hlutleysiskenninguna. Hann
hafði á stjórnmálafundi samherja sinna í Húnaþingi
látið svo um mælt, að á Islandi ætti aldrei að vera varnar-
lið á friðartímum, en ef Bandaríkjunum þætti hætta
stafa af varnarleysi íslands, gæti stjórnin í Washing-
ton látið herskip liggja úti fyrir landinu, svo að þau
væru til taks, ef einhver meginlandsþjóð gerði sig of
heimakomna með liðsafla á leið hingað til lands. Þeir
sem hölluðust að þessari skoðun, vildu gjarnan eiga
gott við Bandaríkin, ef komið væri út í heimsstyrjöld.
Þetta varð hin opinbera skoðun þingflokks og blaða
Framsóknarflokksins. Ólafur Thors hélt ekki hinu sköru-