Ófeigur - 15.08.1950, Side 11
ÖFEIGUR
11
kasti og miklum illvilja 30. marz 1949, þegar stjórn og
þing reyndi af veikum mætti að tryggja líf og frelsi
landsins barna í aðsteðjandi heimsstyrjöld. En í þessari
þrífylkingu voru kommúnistar sá burðarás, sem mest-
ur þungi hvíldi á. Þeir voru markvissir og veðurglögg-
ir. Þeir höfðu jafnan sér við hönd erlenda ráðunauta,
sem gátu leiðbeint í öllum meiriháttar vandamálum.
Flokki Brynjólfs Bjarnasonar var fengið það hlutverk,
að halda íslenzkum borgurum sundruðum og landinu
varnarlausu, þegar kallið kæmi að breyta fslandi úr al-
gerðu varnarleysi í höfuðvígi bolsivika í úrslitastríði við
þingstjórnarlöndin. Þeim var skipað að nota allar veil-
ur í skapgerð þjóðarinnar til að fullnægja kröfum vald-
hafanna í Moskva. Kommúnistarnir íslenzku unnu trú-
lega að þessu marki.
V. Ösigur borgaranna 1946.
Kommúnistar, stúdentar og „nytsamir sakleysingj-
ar“ stóðu í einni fylkingu um að hafna vernd Banda-
ríkjanna og slíta viðskipta- og verzlunarsambönd fs-
lendinga við Vesturheim. Miklu munaði í þeim liðs-
•drætti, að tveir af yngri þingmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins komu opinberlega fram á vegum stúdenta 1945 og
að því er virðist, án samkomulags við flokksleiðtoga
sína. Töluðu Sig. Bjarnason og G. Thoroddsen á þá leið, að
auðséð var, að þeir voru komnir í atkvæðakapphlaup við
kommúnista. Var þá erf itt að s já hvorir líktust minna Ein-
ari Þveræingi, höfuðkempur bolsivika eða hinir ungu
framverðir Sjálfstæðisflokksins. f Framsóknarflokkn-
um voru báðir formennirnir einhuga um að halda öll-
um leiðum opnum til kommúnista, vegna væntanlegs
stjórnarsamstarfs. Með þessum hætti voru báðir borg-
araflokkar þingsins lamaðir og nálega óvirkir um stór-
huga sókn til tryggingar frelsi og afkomu þjóðarinar.
Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn gátu bjargað mál-
inu, ef þeir hefðu snúizt einhuga að lausn þess. En for-
ingjar beggja flokkanna voru að hugsa um augnabliks-
hlunnindi í kosningunum og um aðstöðuna til kommún-
ista. Þess vegna var látið skeika að sköpuðu. En fólkið
beið hvarvetna eins og í Suður-Þingeyjarsýslu, eftir
að þingfulltrúarnir þyrðu að gera það, sem allir sáu