Ófeigur - 15.08.1950, Síða 5
ÖFEIGUR
5
shallhjálp, væri ekki annað sýnna, en að stjómarvöldin
íslenzku hefðu orðið að biðja um samskot erlendis, líkt
og gert var í sambandi við eldgos og hafís fyrr á tím-
um. Svo hörmulegar afleiðingar fylgja í slóð þeirra
auðnuleysingja, sem skildu ekki sumarið 1946, að „hið
gullna augnablik" hafði gist þjóðina, en aðeins um
stutta stund, því að forkólfar landsmálanna urðu þess
ekki varir, fyrr en það var liðið hjá. Þetta var svo þýð-
ingarmikill atburður, að þjóðin þarf að skilja til fulis
hversu ógæfuna bar að höndum og á hverjum hvílir
ægibyrði sektarinnar fyrir þessi hörmulegu mistök.
Verður þá að rifja upp megindrættina í viðburðasögu
þ>essa slysatímabils.
II. Stríð við tvö stórvekli.
Síðasta vetur stríðsins höfðu stórveldin að áeggjan
Churchills og Roosevelts látið kalla saman alþjóðaþing
í Bandaríkjunum til að stofna nýtt þjóðabandalag, i
því skyni að freista að tryggja mannkyninu varanleg-
an frið. Rússar gerðu þá kröfu, að engin þjóð mætti
taka þátt í stofnþinginu nema hún hefði átt í stríði
við Þjóðverja og Japansmenn. Islenzku kommúnist-
arnir tóku upp þessa kröfu Rússa og kröfðust, á þing-
fundi, að Island segði þessum tveim möndulveld-
um stríð á hendur. Þetta var að vísu ekki öllu hættu-
meiri hernaður heldur en þegar Þorbjörn öngull próf-
aði vopn sín á líki Grettis Ásmundssonar. Möndul-
veldin lágu vígð ósigri, lítils umkomin, á vígvellinum.
En fyrir vopnlausa og friðsama þjóð var slík stríðs-
yfirlýsing í einu háðuleg og hlægileg. Einar Olgeirsson
og Brynjólfur Bjarnason beittu sér með harðræði á
þingi fyrir þessari þátttöku íslendinga í stríðinu. Komst
Einar Olgeirsson svo að orði, að öll von um gæfuríka
framtíð þjóðanna væri bundin við inngöngu í þjóða-
bandalag þetta. Utan við bandalagið væri engin von
um giftu og gengi. Þingmenn borgaraflokkanna voru
mótfallnir þessu herskaparævintýri, sem von var. Þeir
fengu, auk þess, öflugan stuðning frá almenningi í
Reykjavík. Fordæmdu allir sæmilegir menn málstað
Rússa og þeirra erindreka, og töldu þessa stríðsyfir-
lýsingu bæði hættulega og auðvirðilega. Brátt kom í
Ijós, að unnt var að komast í þetta nýja bandalag á