Ófeigur - 15.08.1950, Síða 45
ÓFEIGUR
45
unum fyrir stofnun Atlantshafsbandalagsins og hefur
haft meginforystuna um að vopna norsku þjóðina.
Auk þess herafla í Noregi sem fær fullkomna æfingu
sem úrvalshermenn, hafa Danir og Norðmenn heima-
vamalið, sem samsvarar því, að hér á landi væru 3000
menn við þá friðgæzlu. Þetta hð er ætlað til þess að
hindra fimmtuherdeild landanna frá að gera spellvirki
heima fyrir, einkum í byrjun stríðs. Ef ísland er, á
hemaðarámm í höndum Engilsaxa, þegar stríð hefst
við Atlantshaf, geta Norðmenn vænzt eftir að hindra
innrás um langa stund. Svíþjóð hlífir að austan, en
floti bandaþjóðanna lokar fyrir Skagerak. Rússar geta
að vísu sótt fram nyrzt í landinu, en þar treysta Norð-
menn vamir sínar, beita þar miklu af liði sínu og mundu
vænta þangað liðsafla vestan um haf, ef sú leið væri
opin. Annars er sýnilegt, að Lange og aðrir forystu-
menn Norðmanna treysta eins og Bretar á síðasta sig-
urinn. En þeir ætla að eiga sinn þátt í lokasigrinum
og berjast með þeirri fullvissu, að þeir láti lífið frem-
ur en frelsið.
Bretar era þriðja þjóðin, sem þurfti að læra af
heiskri reynslu, að sigrar frelsisins koma ekki svífandi
á dúnkoddum. Bretland var orðið voldugt heimsveldi
á dögum Guðbrands Hólabiskups, og gætti þess vand-
lega fram yfir fyrri heimsstyrjöldina, að hafa öruggar
landvarnir. Árið 1935 voru almennar þingkosningar í
Bretlandi. Baldwin var forsætisráðherra, góðlyndur og
laginn íhaldsmaður, en ekki skörungur. Hann vann mik-
inn kosningasigur, en að honum fengnum, lýsti ráð-
herrann yfir, að ef hann hefði sagt þjóðinni, að hún
yrði að vopnast, mundi hann hafa tapað kosningunum.
Þetta virðist hafa verið rétt athugun. Enska þjóðin
vildi mega sofa eftir erfitt og lítið rómantískt stríð
við herveldi Vilhjálms keisara. Verklýðsstefnan hafði
haft mikil áhrif í þá átt, að láta skeika að sköpuðu.
Á hinu langa friðartímabili 19. aldar og fram að 1914
hafði jafnaðarstefnan færst í aukana og haldið fram,
að samtök verkamanna í helztu iðnaðarlöndum heims-
ins væra svo öflug, að þau gætu stöðvað öll strið.
Þetta reyndist munnfleipur eitt, þegar á reyndi 1914.
Þegar yfir vofði innrás fjandsamlegrar þjóðar, bráðn-
uðu allar bræðralagskenningar verklýðsforingjanna.
Þeir greiddu atkvæði með stríðssköttum og börðust hver