Ófeigur - 15.08.1950, Síða 13

Ófeigur - 15.08.1950, Síða 13
ÓFEIGUR 13 flestum mönnum þykir afkoma um daglegt brauð nokk- uð mikils virði. Með því að sameina hið pólitíska og fjárhagslega öryggi, mátti segja að vel væri séð fyrir framtíð hins nýstofnaða lýðveldis. Nú þykir mér við eiga, áður en lengra er rakið landvarnamálið, að at- huga hversu verkamenn í kommúnistaflokknum og hin- ir langskólagengnu bandamenn, sem stóðu að æsingum gegn gagnkvæmum og frjálsum verzlunarskiptum milli Islands og Bandaríkjanna, una nú sameiginlegum sigri. Er þar skjótt frá að segja, að þeim þykir hlutur sinn hinn versti. Verkamenn, sem fylgja kommúnistum í vonum um harkaleg átök í kaupkröfum, búa nú við sömu hallæriskjör eins og aðrir landsmenn. Þeir koma líka að tómum búðum, eins og annað fólk. Konur þeirra og dætur standa líka í biðröðum, í von um að geta fengið eitthvað af hinum skömmtuðu lífsnauðsynjum. Sumir þessara manna hafa eignazt sjálfir eða látið börn sín eignast, fjárhæðir í sparisjóðum bankanna. Markaðseymdin leiddi til krónufallsins, þar sem stefnt er að útþurkun innieignanna. Liðsoddar kommúnista- flokksins hafa ef til vill betri aðstöðu. Þeir geta feng- ið stuðning úr sjóðum hinna alþjóðlegu byltingarmanna, og auk þess hafa þeir meira eða minna örygga von um að verða allsráðandi yfirstétt í landinu, þegar vinir þeirra úr austurátt hafa tekið landið og skipta verð- launum fyrir auðsýnda tryggð. En þessi sérstöku gæði ná ekki til verkamannsins á eyrinni. Hann hefur full- komna ástæðu til að formæla þeirri stund, þegar flokks- foringjar hans og ógæfusamir bandamenn þeirra úr borgaraflokkunum köstuðu burtu með fordæmalausri léttuð einasta úrræði þjóðarinnar til að verða ekki í atvinnumálum að liða þungar þrautir fyrir fámennið í landinu. Bandamenn bolsivika meðal langskólagengnu mann- anna hafa svipaða sögu að segja. Dýrtíðin, vöruleysið og hrun krónunnar flytja þeim stöðugar viðvaranir um sífeldlega versnandi fjárhagsaðstöðu. En tilfinnanleg- ust er þróunin fyrir unglinga, sem hyggja á nám er- lendis. íslenzka krónan bráðnar eins og vax fyrir sólar- hita þegar hún kemur út fyrir landsteinana. Um nokk- ur ár hafa mörg hundruð ungmenni frá Islandi stund- að nám vestanhafs með góðum árangri. Nú eru hliðin þangað rammlega lokuð, sökum krónufallsins. Svipað

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.