Ófeigur - 15.08.1950, Side 58

Ófeigur - 15.08.1950, Side 58
58 ÓFEIGUR sjálfstæða hugsun almennings á landvamarmálinu, brauzt umhyggja manna fram í ýmsum myndum. Skúli Guðmundsson hafði, að maklegleikum, hlotið nokk- urt ámæli fyrir frammistöðu sína 30. marz 1949. Um mitt sumar 1950 reyndu Vestur-Húnvetningar að bæta fyrir mistök þingmanns kjördæmisins. Héldu Sjálf- stæðismenn í sýsiunni fjölmennan flokksfund. Þegar leið á samkomuna, kvaddi einn af leiðtogum bænda í sýslunni sér hljóðs og bar fram með glöggum rök- stuðningi tilllögu um að fundurinn sendi formanni flokksins skelegga áskorun um að beita sér fyrir að Is- land nyti ekki minni herverndar, heldur en hin banda- lagsríkin. Voru um málið samhuga umræður og til- lagan að lokum samþykkt með öllum atkvæðum. 1 Múlasýslum vildi einn af helztu leiðtogum Sjálfstæðis- flokksins fá nafnkunnan Framsóknarmann í fjórð- ungnum til að standa að sameiginlegu fundarhaldi beggja stjórnarflokkanna til að knýja fram eindregn- ar kröfur um Atlantshafsvernd. Framsóknarmaðurinn var algerlega samþykkur Sjálfstæðismanninum, en sagð- ist ekki telja sér fært að koma opinberlega fram í svo stóru máli nema með leyfi flokksstjórnarinnar. Á Akureyri var allur þorri hugsandi manna ákveðinn um að telja hervernd lífsnauðsyn. Bárust þangað stöð- ugar fréttir af hinum mikla síldveiðiflota Rússa utan við landhelgina og þótti mönnum það uggvænlegt ná- býli, ekki sízt eftir að fregnir bárust um framkomu Rússa við skipstrandið í Þorgeirsfirði, þegar skipsfólk þáði ekki, fyrir ofsa vfirmanna sinna, nokkra hjálp, hvorki hús, mat eða klæði, þó að það væri með brot- ið skip og hjálparvana. Yfirmennirnir drógu, jafnvel í ýtrustu neyð, járntjaldið örugglega milli sinna inni- byrgðu manna og fólks, sem nýtur hins vestræna menn- ingarlífs. Á Akureyri voru ákveðin samtök milli áhrifamanna úr stjórnarflokkunum um að krefjast af ríkisstjórn- inni, að hún bæði sem allra fyrst um hervernd. Þessir menn vildu láta flokksblöðin á Akureyri taka í streng með Landvörn og Ófeigi, og flytja hvatningargreinar um málið. Flokksstjórnimar í Reykjavík báðu sam- herja sína á Akureyri að hefja ekki opinberar umræð- ur, meðan stjórnmálamennh’nir væru að komast að sam- komulagi um hvers þeir ættu að biðja. Liðsoddar Ak-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.