Ófeigur - 15.08.1950, Síða 8
8
ÖFEIGUR
setulið sitt í Þýzkalandi. Mótstaðan var nú orðin svo
hatröm, að við sumar þýðingarmestu atkvæðagreiðsl-
ur málsins á Alþingi var atkvæði mitt það lóð, sem
fékk vogarstöngina til að hallast á rétta hlið. Sást þá
berlega, að tekizt hafði að vef ja úlfheðni að höfði mikl-
um fjölda íslenzkra kjósenda í þessu máli.
Kommúnistar höfðu tekið upp flokkslega og f jandsam-
lega andstöðu gegn allri samvinnu Islendinga við Banda-
ríkin og mest gegn öllum þeim tillögum, sem Iutu að
bví að landið fengi stuðning frá Ameríku gegn innrás
landræningja. Verður þetta öllum enn ljósara, þegar
litið er á síðari atburði í þessari viðburðakeðju. Lenin
hafði séð, endur fyrir löngu, að ísland mundi geta
orðið þýðingarmikill stökkpallur í heimsyfirráðastriði
Rússa við Ameríku. Hitler hafði ætlað að koma hér
upp flugvöllum 1938, en fékk ekki leyfi. Hann hafði
síðar viðbúnað til að láta ísland fylgja Noregi, en þá
hafði Churchill orðið fyrri til og tók ísland undir vernd
Breta. Skildi hann fullvel hættuna, ef nazistar næðu
hér'yfirráðum. Hefur Churchill í einni af bókum sín-
um endurtekið eldri líkmgu herfræðinga, að á styrj-
aldartímum væri Island í höndum meginlands-stórveldis
eins og hlaðin skammbyssa, þar sem hlaupið stefndi á
England, Kanada og Bandaríkin. Nú höfðu kommún-
istar á íslandi fengið beina fyrirskipun frá sínum er-
lendu húsbændum, að verja hið íslenzka vígi með öll-
um aðferðum, hvað sem sú vörn kostaði. Þar sem kom-
múnistaflokkar smálandanna fá allt að 95% af flokks-
útgjöldum sínum greidd úr alþjóðlegum byltingasjóðj,
má telja eðlilegt, að slíkur flokkur telji sér bera skyldu
til að ganga djarflega fram móti öllum verndartilraun-
um þeirra valdhafa, sem ekki vilja þjóna Rússum.
Gerðust íslenzku bolsvikarnir nú hinir mestu þjóð-
ræknismenn og föðurlandsvinir. Vitnuðu þeir jöfnum
höndum í Einar Þveræing, Jón Sigurðsson og Skúla
Thoroddsen og töldu sig beina arftaka þessara þjóð-
ræknu skörunga. Hinsvegar töldu þeir alla þá, sem
vildu tryggja þjóðina gegn innrás landræningja, vera
samsafn illmenna og föðurlandssvikara. Gekk flokk-
ur kommúnista einhuga að verki og beitti öllum
áróðurstækjum sínum til að spilla sambúð Islendinga
við Bandaríkjamenn.