Ófeigur - 15.08.1950, Síða 16
16
ÓFEIGUR
þá menn, sem nú lifa og alla þeirra afkomendur, alda
og óboma.
VII. Stríðsundirbúningur Rússa.
Þriðja stríðið er byrjað austur í Asíu. Það mun
halda áfram göngu sinni, þar til baráttulínan nær kring
um allan hnöttinn. Styrjöldin getur verið komin í al-
gleyming á morgun, þannig að fyrstu viðbrögðin við
Atlantshafið gerist á íslandi. Það getur líka dregizt í
vikur, mánuði eða jafnvel í ár, að barizt verði um
Atlantshafið, en sá eldur, sem nú logar við Kyrra-
haf, mun ná um heim allan, áður en bálið slokknar.
Rússar ráða algerlega hvenær sá þáttur byrjar, alveg
eins og þeir réðu raunverulega hvenær Hitler kveikti
logann 1939 og hvenær bolsivikar Kóreu gripu til vopna
nú í sumar. Engri lýðræðisþjóð kemur til hugar að
hefja styrjöld eins og málum er nú komið í heiminum.
Nútímastyrjöld er svo ægileg, að ekkert þing frjálsr-
ar þjóðar samþykkir stríð nema í varnarskyni. Forráða-
mönnum Bandaríkja var ljóst, þegar í byrjun annars
heimsstríðsins, að ef Hitler gæti lagt undir sig alla Ev-
rópu, mundi skammt að bíða komu nazista til Ame-
ríku. Það var þess vegna snemma sýnilegt, að hyggi-
legra væri fyrir Bandaríkin, að styðja hin frjálsu ríki
í Vestur-Evrópu móti nazistum, jafnvel með beinní
styrjaldarþátttöku, heldur en að láta kvista hin frjálsu
ríki niður og standa að síðustu án nokkurra banda-
manna móti hinum ægilega friðarspilli Norðurálfu. En
þó að slík rök væru rétt og þung á. metum, þá var eng-
in leið að fá þing Bandaríkjanna til að samþykkja stríðs-
yfirlýsingu gagnvart möndulveldunum, fyrr en Japans-
menn höfðu ráðist á Bandaríkin með svo furðulegri
fyrirlitningu á alþjóðalögum og manndómi siðaðra þ jóða,
að slíks voru engin dæmi, nema þar sem illir einvald-
ar höfðu ráðið ríkjum og leikið sér að styrjöldum.
Eftir að forráðamenn möndulveldanna voru felldir að
velli, var ekki nema ein þjóð, sem gat orðið friðarspill-
ir í alþjóðaviðskiptum, og það voru Rússar. Vesturþjóð-
imar vonuðu, að Rússum þætti nú nóg komið af bar-
dögum og blóðfossum, þegar möndulveldin höfðu gef-
izt upp skilyrðislaust og engin hætta á, að svipir Hit-
lers og Mussolinis yrðu friði þjóðanna að fjörtjóni.