Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 15
ÖFEIGUR
15
iim þessi mál má vera ljóst, þá er það sama sem að
biðja fyrst og fremst um ameríska hervernd. Fyrirf jórum
árum buðu Bandaríkjamenn íslendingum nauðsyénlega
hervernd. Þá gátu íslendingar með fyrirfram ákveðn-
um kröfum um nauðsynleg skilyrði í viðskiptamáiunum
tryggt fjárhag þjóðarinnar og almennt viðskiptafrelsi
landsmönnum til handa. Nú geta þeir ekki lengur sett
nein þessháttar skilyrði. Nú er ekki annars kostur en
að bjarga því sem bjargað verður. Við getum fengið
þá hervörn, sem nægir til að halda mestu hættu nú-
tímamanna frá þjóðinni. En við verðum að þola, líkt
og Adam og Eva forðum, að vera ekki lengur dvelj-
endur í sælustað nægtanna, heldur í stað þess að vinna
með elju og sparsemi fyrir daglegu brauði í sveita
þreyttra andlita. Enn getur þjóðin bjargað landvarnar-
málum sínum og pólitísku frelsi, ef hún kann að nota
sér síðustu forvöð hins gullna augnabliks. Hinsvegar
hefur mér þótt rétt að rekja allýtarlega í þessu sam-
bandi viðskipti mín við kommúnista og fylgilið þeirra
um verzlunarmálin. Mér hefur ætíð þótt mestu skipta,
að þjóðin tryggði sér í tíma öryggi móti innrás land-
ræningja. Ég og skoðanabræður mínir eigum enn í
höggi við sigurvegarana frá 1946. Enn koma þeir fram
í gervi mikilla föðurlandsvina. Enn þykjast þeir þess
umkomnir, að bera mér og mínum samherjum á brýn
ættjarðarsvik fyrir viðleitni okkar að bjarga þjóðinni
frá tortímingu. 1 þessum skiptum þykir mér það vera
þung röksemd á metum, að ég hef deilt við þessa
sömu andstæðinga um báða þætti sjálfbjargarmálsins.
Eftir fjögur ár hefur kaldur veruleikinn skorið úr
fyrri þætti deilunnar og óskorað mér í vil. Þjóðin er
líkt sett, fyrir aðgerðir andstæðinganna, og skipshöfn
með brotið fley og hálfan farm í brimgarðinum. Mér
liggur við að vænta, að nokkrir þeir menn, sem létu
kommúnista og þeirra fylgjendur villa sér sýn um við-
skiptamálinu 1946, muni nú líta svo á, að betur megi
í þessu efni trúa tillögum mínum um þann þátt deii-
unnar, sem enn er óútkljáður, úr því að svo mjög hef-
ur gengið eftir mínum bendingum um viðskipta- og f jár-
málafrelsið, en allt reynst rangt, sjúkt og þjóðhættu-
legt, sem andstæðingar mínir í þessu máli héldu fram
og lögðu til. Má telja mikla giftu, að enn er ekki lok-
íð þeim þætti málsins, sem mesta þýðingu hefur fyrir