Ófeigur - 15.08.1950, Side 52
52
ÖFEIGUR
þjóðanna, var hann heitur og hrifinn af stórhug og
fórnarlund meginlandsþjóðanna í sambandi við stofn-
un Atlantshafsbandalagsins, og í þeirri hrifningu mælti
Ólafur Thors þau orð, sem ættu að nægja framvegis
sem leiðarstjarna fyrir flokk hans og alla þjóðina:
Móti austrænu hættunni dugar ekhert nema hinar sterk-
ustu vígvélar. Þegar þess er gætt, að Ólafur Thors taldi
þá sjálfsagt, að Island gengi í hið nýja bandalag, og
þar sem hann sá merki um fyrirhyggju og fórnarvilja
allra hinna bandalagsþjóðanna, þá hlaut hann fyrst og
fremst að mæla vegna ættlandsins, sem hafði alls eng-
ar varnir. En sú rökleiðsla hiaut að leiða til þess að
ísland fengi hervernd frá Engilsöxum, sviplíka þeirri,
sem Truman bauð 1945. Hér var aftur tækifæri til fyr-
ir Ólaf Thors að taka upp forystu fyrir þeirri lausn,
sem hann taldi réttláta. Það gerði hann ekki, en lagði
sig fram um að styðja Bjarna Benediktsson utanríkis-
ráðherra til að koma á framfæri línu Eysteins Jóns-
sonar frá 1946. Hér var kastað streng yfir elfu, en
sá strengur gat, ef gæfa var'með, fætt af sér heila þrú.
Þegar litið er yfir sögu hinna tíu ráðherra í land-
varnarmálum þjóða sinna, þá er ljóst, að Churchill og
Stalin eru hin miklu leiðarljós. Báðir skildu á unga
aldri þá meginhugsjón, sem hvor þeirra um sig hefur
fylgt síðan. Annar berst fyrir alheimsfriði. Hinn fyrir
alheimskúgun. Báðir leiðtogar hvika aldrei frá settu
marki. Þeir eru raunsæismenn og sjá hlutina í skýru
ljósi staðreyndanna. Um þessa tvo foringja fylkja sér
minni spámenn um allan heim. Það stríð, sem nú er
hafið í Asíu er upphaf að úrslitaglímu milli þeirra hug-
sjóna, sem þessir tveir þjóðskörungar berjast fyrir.
Styrjöldin er vissulega ekki þeim að kenna, heldur þeim
tveim lífsstefnum, sem þeir eru æðstu prestar fyrir.
Forkólfar kommúnismans Marx, Lenin og Stalin hafa
skilið fyllilega það hlutverk, sem þeir ásettu sér að
leika og hitta í mark frá sjónarmiði kommúnismans.
Ekki verður hið sama sagt um hina friðsömu og mildu
hreyfingu alþýðuflokksstefnunnar. Þar var efnt til
bjarthugaðra mannafélagsumbóta, en stefnan var, í
höndum foringjanna síbreytileg, hverful og óljós í fram-
kvæmd. Það þurfti tvær heimsstyrjaldir til að gera
alþýðuflokka hinna frjálsu þjóða raunsæa og skarp-
skyggna. Vegna vöntunar á foringjum, sem gátu jafn-