Ófeigur - 15.08.1950, Side 48

Ófeigur - 15.08.1950, Side 48
48 ÓFEIGUR iim atkvæðasmalanna, þá má ekki gleyma hinu, að Bret- a,r reyndust liðsmenn, sem höfðu miklum foringjum á að skipa, bæði í raunum stríðsins og í hinu erfiða við- reisnarstarfi eftir að stríðinu lauk. Samt má ekki gleyma, að enska þjóðin leiddi bölvun heimsstyrjaldar- innar yfir sig og börn sín með sinni vítaverðu væru- girni og hneigð til að fylgja léttúðugum kögursvein- um, fremur en þrekmönnum, sem heimtuðu fórnir af svefnsælum almenningi. Valdataka Churchills og sú gifta mannkynsins, að maður honum líkur um sanna yfirburði, stýrði um þetta leyti Bandaríkjunum, bjargaði vestrænni menningu úr klóm nazista. Barátta Churchills, meðan Bretar sváfu, var ómetanleg. Ef hann hefði sofið á verðinum, eins og aðrir pólitískir valdamenn í Bretlandi, þá hefði þjóðin ekki haft neinn mann ,sem hún gat sameinazt um á stund hættunnar. Hann var sá eini sem ekki sveik, leit ekki á stundar- fylgi og augnabliks vegtyllur, heldur hafði jafnan sagt og gert það sem bezt var og hollast í bráð og lengd fyrir land hans og þjóð. Þess vegna var hann öðrum færari til forystu gegnum haf blóðs og tára inn í hið fyrirheitna land frelsis og manndóms. Sú þróun um landvörn, sem verið hefur að gerast á undan- gengnum árum, er hvergi jafn glögglega mörkuð og áþreifanleg eins og í viðhorfi Breta til Baldwins, Cham- berlains og Churchills, á hættutímanum, meðan naz- isminn var að blómgast og leika sinn dauðadans. Tveir forsætisráðherrar spurðu um skoðun afvegaleidds al- mennings. Þeir voru raunverulega leiddir, en ekki leið- togar. Churchill var leiðtogi. Meðan þjóðin svaf sér til óbóta, vakti hann og reyndi öll hugsanleg bjargráð. I neyð þjóðarinnar voru úrræði hans þau, sem gáfust bezt og björguðu heiminum og vestrænni menningu. Nú byggja allar þingstjómarþjóðir á hans grundvelli. Það eru hin merkilegu forlög þessa ósvikula manns, að vera forystumaður í bjargráðunum bæði móti nazisma og kommúnisma. I öllum þeim þingstjórnarlöndum, sem þjáðust af sjúkleik Baldwins, kjósendadekrinu, hefur þróunin verið hröð frá stefnuleysi atkvæðasafnaranna til aðgerða raunhæfra stjómmálamanna. Þessu hefur verið heppilega lýst á þann hátt, að bjargráð nútímans væru fólgin í því að yfirgefa Baldwin og koma til Churchills. Þetta er þýðingarmikið ferðalag. Ef Eng-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.