Ófeigur - 15.08.1950, Síða 61

Ófeigur - 15.08.1950, Síða 61
ÓFEIGUK 61 þjóðin bæri enga ábyrgð á verkinu. Um þetta er tvennt að segja. Slíka ósk geta menn sem vantar manndóms- tilfinningu borið fram. Auk þess mundu Bandaríkin aldrei fullnægja svo auðvirðilegum óskum. Land sem er hernumið er algerlega á valdi sigurvegarans, ef hon- um þóknast að beita þeim rétti, sem býr í sverðs- eggjunum. Með því að knýja Bandaríkin tií þvílíks her- náms væri gerð ýtrasta tilraun til að eyðileggja alla sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, sem hefir staðið í meira en heila öld. Þeir menn sem vilja heldur láta hernema sig til að vera ábyrgðarlausir um örlög sín, fremur en að gera varnarbandalagið á frjálsmannlegum grund- velli eru ekki hæfir til að vera borgarar í frjálsu landi. En jafnframt verður að minnast þess að Bandaríkin munu aldrei hernema fsland, nema ef svo ætti að nefna sókn Engilsaxa til að hreinsa Rússa burtu af landinu eftir að komið væri út í heimstyrjöld. Hættan fyrir fsland, ef þjóðin fylgir línu Eysteins Jónssonar út i stríðið, er í því fólgin, að þá verður landið opið og varn- arlaust, þegar hin austræna bylgja skellur yfir þjóðiná. Truman safnar bandamönnum móti Rússum af því að Rússar virða ekki rétt þjóðanna til sjálfstæðrar tilveru og innlima löndin bæði með lymsku og valdbeitingu. Ef Bandaríkin hersettu ísland, fyrir íslendinga, og fyr- ir allar frjálsar þjóðir, þá væri það ef til vill betra fyrir vesturlönd, heldur en að bíða eftir austrænni hersetu en þessi eina hertaka gerði Bandaríkjamenn brotlega á sama veg eins og Rússar eru áfeldir fyrir. Munurinn væri að vísu mikill. Önnur þjóðin hefði hersett eitt smá- ríki en Rússar hálfan heiminn. En brot er brot, þótt í litlu sé á mælikvarða stórveldanna. íslendingar mega þess vegna vita með vissu, að Engilsaxar láta landið bíða Rússa opið og óvarið fremur en beita valdi. Þeir líta sennilega á línu hins algera varnarleysis íslenainga eins og ákveðna tilraun til að koma í framkvæmd þjóð- arsjálfsmorði, en hindra ekki þann verknað með því að fremja sjálfir það brot, sem þeir áfella aðra fyrir. Jafnframt þessu má benda á, að Bandaríkin hafa aldrei reynt að misnota aðstöðu sína til að beygja Islend- inga undir vilja sinn með óbeinum aðgerðum. Ekkert væri auðveldara fyrir Bandaríkin heldur en að freista að fá óbein áhrif um meðferð íslenzkra mála með því að láta skilyrði fylgja bak við tjöldin í sambandi við

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.