Ófeigur - 15.08.1950, Síða 23
ÖFEIGUR
23
við innrásarlið svo að um munaði. í fyrra sinn sjóræn-
ingja sunnan úr Miðjarðarhafslöndum, sem komu hing-
að snemma á 17. öld, rændu eða brenndu eignir lands-
mann, drápu fólkið, en seldu í þrældóm menn, sem þeir
máttu með komast. Sagan um þessi grimmdarverk
vakti skelfingu í hugum Islendinga, hvenær sem minnzt
var á Tyrkjaránið. Vesturþjóðirnar hafa reynt að gera
styrjaldir að lögformlegu úrskurðatæki, þar sem verstu
öfgum grimmdar og siðleysis væri haldið í skefjum.
Á síðari öldum hefur nokkuð áunnizt í þeim efnum,
en síðan einræðisstefnan hófst til vegs og valda í heim-
inum, eru vinnubrögð Tyrkjaránsins orðin viðurkennd
regla. Það má jafnvel segja, að heimurinn búi nú við
enn meira siðleysi í þessum efnum í einræðislöndunum
heldur en meðan Tyrkir þóttu grimmastir allra, Kom-
múnistar og nazistar hafa notað tækni menningarinn-
ar til að auka ógæfu þeirra, sem bíða lægra hlut í
skiptum við þá. Fangabúðir fyrir pólitíska andstæð-
inga og margháttuð véiræn tækni við yfirheyrzlur og
hegning þeirra manna, sem eiga að játa á sig upplogn-
ar sakir, eru uppgötvanir síðustu áratuga í löndum
einræðisflokkanna. Síðari styrjaldarreynsla Islendinga
er frá heimsókn Engilsaxa hingað til lands á árunum
1940—45. Herafli þeirra kom til íslands eingöngu til
að hindra að möndulveldin gætu gert landið að höfuð-
vígi í miðju Atlantshafi móti hinum frjálsu þjóðum.
Með hersetu þessara þjóða á Islandi veittist þeim stór-
um léttara heldur en ella mundi, að sigra Hitler. Her-
menn Breta og Bandaríkjamanna voru fyrst og fremst
vel siðaðir menn og auk þess undir sterkum aga. Þá
sjaldan að hermenn Engilsaxa misbeittu aðstöðu sinni
gagnvart konum, var þeim brotum hegnt jafn harð-
lega eins og glæpirnir hefðu verið framdir í átthög-
um hermannanna og gagnvart konum heimaþjóðar-
innar.*
Siðferðisglæpir Engilsaxa hér á landi á hersetuárunum
voru tiltölulega færri heldur en gerist hér á landi í
frjálsri sambúð karla og kvenna. Olli því samhliða hin
*) Þýzkur læknir, sem safnað hefur gögnum um ástandið I
Austur-Þýzkalandi segir, að hermenn Rússa þykist eiga for-
réttindi á öllum þeim konukynnum, sem þeir óska í hertekna
landinu. Fullyrðir þessi læknir, að þessari aðferð hafi verið
heitt við 80% af öllu kvenfólki í Austur-Þýzkalandi.