Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 39
ÖFEIGUR
39
um til að taka Noreg. Þessi rök sanna ómótmælanlega, að
Rússar geta flutt hingað nægilegt setulið til að breyta
landinu í öflugt hervirki, hvenær sem þeim hentar.
En þeir hafa auk þess mörg önnur heppileg skilyrði,
sem Montgommery skorti við Arnheim. Þeir eiga
stærsta kafbátaflota heimsins og þegar þeir hafa búið
um þann flota í fjörðunum vestan og austanlands og
hafa flugvélar á öllum flugvöllum landsins, en setulið,
með beztu vopn, þar sem reynir á, þá er Island orð-
ið það sem Lenin sá í anda endur fyrir löngu, stökk-
pallur fyrir kommúnismann á leið til Ameríku og heims-
yfirráða. Nú er annað viðhorf á Islandi heldur en
fyrir 12 árum þegar Hitler vildi eignast flugstöð hér
á landi. Þá mátti kalla að ófært væri nema fyrir minnstu
flugur að setjast á íslenska jörð. Nú er í Keflavík einn
af stærstu og beztu flugvöllum í heimi. Völlurinn hjá
Reykjavík er minni, en var þó notaður fyrir hervélar
árum saman til að vaka yfir norðanverðu Atlantshafi.
Síðan hafa íslendingar byggt og lagað marga smærri
flugvelli sem mundu hafa afar mikla þýðingu fyrir
stórþjóð sem hefði hernaðarvald yfir íslandi. Þannig
eru nothæfir vellir á Rangársöndum, Vestmannaeyjum,
báðum Skaftafellssýslum, Egilsstöðum, Eyjafirði,
Skagafirði, Húnaþingi og í Borgarfirði. Þar við bætast
nálega ótakmarkaðir möguleikar fyrir sjóvélar bæði
á vötnum og fjörðum um allt land.
Bæði kunnáttumönnum í herfræðum og skynsömum
leikmönnum kemur saman um, að þegar heimsstríðið
færist frá austurlöndum að Atlantshafi, verði ísland, í
byrjun þeirra átaka, þýðingarmesti blettur í álfunni
næst á eftir Bretlandseyjum. Það skiptir ekki mjög
miklu fyrir Rússa, hvort þeir standa deginum fyr eða
seinna í sporum Napöleons og Hitlers á kalkklöppunum
við Ermarsund austan og sunnanvert. En ef Rússar hafa
nægilega mikil setulið á öllum þýðingarmestu stöðum
á íslandi vel vopnað og með kafbáta í helstu fjörðum
og viðeigandi herflugvélar á hverjum nothæfum flug-
velli í landinu, þá má segja að Atlandshafsbandalagið
hvíli í gröf sinni. Rússar vaka þá yfir öllu Atlandshafi
norðanverðu og höggva sundur allar skipaleiðir með
flugvélum og kafbátum. Skammbyssunni, sem Churchill
nefndi, væri þá beint að hjarta hinnar frjálsu menningar
og skotinu hleypt af. Englend mundi væntanlega freista