Ófeigur - 15.08.1950, Page 10
10
ÓFEIGUR
að reyna að yrkja ófrjóan jarðveg í vitund þessara
fákænu ungmenna.*)
Þriðja liðsveitin, sem gekk fram fyrir skjöldu á þess-
um viðsjálu tímum, voru hinir „nytsömu sakleysingj-
ar“. Það var sundurleitur lýður. Þar voru rólegir bóka-
menn, sem lifðu í anda á hlutleysisritum 19. aldar-
innar og hugðu að einræðisherrar nútímans mundu telja
sig bundna af alþjóðareglum, griðasáttmálum og hlut-
leysisyfirlýsingum vopnlausra þjóða.**)
Kommúnistar, bandamenn þeirra í háskóla íslands
og hinir „nytsömu sakleysingjar“ áttu sem sameign byrj-
andi skríl höfuðstaðarins, „portfólkið". Þegar Einar 01-
geirsson, Gylfi Gíslason, Sigurbjörn Einarsson eða Aðal-
björg Sigurðardóttir vildi tala við „handaflið“ í bæn-
um, var boðaður æsingafundur í porti Miðbæjarskól-
ans. Þar var haldin messa yfir þeim, sem koma vildu.
Og þangað safnaðist sá liðsafli, sem réðist inn í Sjálf-
stæðishúsið og sat um líf þáverandi forsætisráðherra
og borgarstjórans í Reykjavík. Úr sama porti komu
dreggjar mannfélagsins, sem réðust á Alþingi með grjót-
*) Prófessor Gylfi Þ. Gíslason hefur nýskeð, í útvarpsræðu,
kallað langskólagengna menn þjóðarinnar „salt hennar og krydd“.
Þetta er mjög vafasamt heiti, alveg sérstaklega nú á timum.
Að sjálfsögðu hafa jafnan verið í hópi þessara manna, einkum
meðan Garðvist var í Danmörku og frelsi þjóðarinnar gagnvart
Dönum vakandi baráttumál, margir mjög vaskir og dugandi
menn. En hið sama hefur vissulega mátt segja um fólk í öðr-
um stéttum, konur jafnt og karla. Bændur landsins, sjómenn,
útvsgsmenn, smiðir, tæknimenn, kaupfélagsleiðtogar, kaup-
menn, skáld og listhagir menn hafa vissulega lagt fram megin-
hlutann af salti og kryddi þjóðlífsins. Menn geta borið saman
málfar móður Grims Thomsen og hið afbakaða hrognamál Sveins
Sölvasonar, til að meta vörn almennings í þjóðlegum efnum í
samanburði við þann fjölmenna hóp langskólagenginna manna,
sem taldi sér rétt og skylt að „dependera af þeim dönsku“.
Þessi hugsunarháttur hefur vissulega ekki dáið út með Sveini
Sölvasyni og hans kynslóð.
**) Mjög áberandi í þessum mannhóp voru frúrnar Aðalbjörg
Sigurðardóttir og Sigríður Eiríks. Þær eru greindarkonur og
hafa nægilega almenna þekkingu til að geta ályktað rétt um
einföld mál. En í hug þeirra er allt á tjá og tundri, engin festa
og enginn grundvöllur. Þær eru annan daginn algerlega undir
áhrifum kommúnista, en hina stundina dýrka þær íslenzkar
frelsishetjur, sem hinar sönnu fyrirmyndir. Kona, sem ekki vill
selja Gullfoss, á að sanna, að landið megi vera opið fyrir inn-
rás hvers landræningja. Sr. Jakob Jónsson og fleiri sams kon-
ar sakleysingjar fylltu töluna.