Ófeigur - 15.08.1950, Síða 30
30
ÖFEIGUR v
lega vígorði sínu mjög á lofti og virðist, með tilliti til
eigin reynslu í Keflavíkurmálinu hafa ákveðið að bíða
byrjar og sætta sig við að stefna Eysteins Jónssonar
yrði, að minnsta kosti í bili, yfirsterkari vígorði hans
sjálfs. Bjami Benediktsson var nú utanríkisráðherra,
í hatramri stefnudeilu við kommúnista. Hann virtist
hafa glöggt auga fyrir hættu þeirri, sem stafaði af varn-
arleysi landsins og taldi einsætt að Islendingar ættu að
ganga í Atlantshafsbandalagið. Danir og Norðmenn á-
kváðu, með yfirgnæfandi stuðningi allra þingflokka,
nema kommúnista, að ganga í þau samtök. Átti Lange,
utanríkisráðherra Norðmanna, mestan þátt í að landar
hans voru svo einhuga í landvarnarmálinu sem raun bar
vitni um. Hafði Lange dvalið árum saman í fanga-
búðum nazista og lét engar úreltar kenningar um hlut-
leysi í sambúð við einræðisríki villa sér sýn. Alþýðu-
flokksmenn tóku að sinna landvarnarmálunum meira,
eftir að flokksbræður þeirra í næstu löndum tóku
að sýna rögg af sér í samtökum móti yfirgangi Rússa.
Bjarni Benediktsson tók þátt í undirbúningsfundum
með ráðherrum vesturþjóðanna um stofnun Atlants-
hafssamtakanna, en átti sýnilega í vök að verjast. Var
hann affluttur með brigzlyrðum og aðdróttunum um
verstu hvatir í blöðum kommúnista, og hafði aldrei sézt
þessháttar vopnaburður á íslandi síðan blöð íhalds-
manna sóttu að okkur Tryggva Þórhallssyni 1927—32.
Mátti um þetta atriði vitna í orð Matthíasar Jochums-
sonar, að í mannlegum efnum hefnir hver fyrir annan.
Að lokum var undirbúningi málsins komið á það stig
að Bjarna Benediktssyni mun hafa þótt tryggara að
fulltrúar frá Alþýðuflokknum og Framsókn væru með
honum í samningum í Washington svo að í þeim her-
búðum færi ekki milli mála' hver væri hlutur Islendinga.
Fóru þrír ráðherrar vestur um haf vegna þessara ráða-
gerða. Sigldu Eysteinn Jónsson og Emil Jónsson með
utanríkisráðherranum í þessa könnunarferð. Frá öðr-
um þjóðum komu utanríkisráðherrar einir á þessa fundi
enda höfðu þeir yfirleitt samhuga fylgi borgaraflokk-
anna allra að baki sér, en svo var ekki um Bjarna
Benediktsson. Var þessi liðsafnaður eitt veikleikamerk-
ið í íslenzkri borgarapólitík. Eysteinn Jónsson var
ekki aðeins tregastur til framgöngu af þessum þre-
menningum í landvarnarmálinu heldur voru í hans