Ófeigur - 15.08.1950, Síða 50
50
ÖFEIGUR
er auðskýrður. Báðir eru raunsæir. Stalin vill hafa nægi-
lega öflugan her og lögreglu til að geta haldið sinni
þjóð í járngreipum, hindrað innrás úr öðrum löndum
og vaðið með óvígan her yfir önnur lönd. Brynjólfur
Bjarnason vill geyma Island opið og óvarið þar til liðs-
afli Rússa tekur hið gagnlega vígi og gerir það að höfuð-
virki í heimsbylfingarsókn Rússa vestur á bóginn. Stal-
in er þjóðlegur heimsveldissinni og vill tryggja veldi
sitt sem bezt. Höfuðsmaður íslenzkra bolsivika er í
rauninni ekki þegn hins annars lýðveldis, heldur í
sovietríkinu austræna. Þessvegna hatar Brynjólfur
Bjarnason Bandaríkin og stórhug^þeirra í varnarmál-
um heimsins. Honum er fullljóst, að ef Bandaríkin hefðu
ekki hagsmuni af að verja ísland, þá mundi landið eins
og austurhluti Póllands, falla hljóðalaust í hendur Stal-
ins. Landvarnir Islands eru eitur í beinum Brynjólfs
Bjarnasonar, en landvarnir Rússlands heitasta áhuga-
mál Stalins. Þeir hafa samt sömu hvöt til gerða sinna:
Framgang heimsbyltingarinnar.
Að síðustu skal vikið að tveim íslenzkum ráðherr-
um, sem jafnframt eru formenn stærstu þingflokk-
anna. Það eru þeir Hermann Jónasson og Ólafur Thors.
Eins og er að vikið, sat Hermann Jónasson hjá við
samþykkt Atlantshafssáttmálans, 30. marz 1949. En
vitað var, að hann var eindregið á móti þátttöku Is-
lands í bandalagi Atlantshafsþjóðanna, en kunni ekki
við að ganga lengra en sitja hjá, þar sem meginhluti
flokks þess, sem talið var að hann stýri, greiddi atkvæði
með þátttöku í bandalaginu. Það er alþjóð kunnugt,
að Hermann Jónasson greiddi atkvæði móti Keflavíkur-
samningnum 1946, og hafði þar með sýnt vítavert
skilningsleysi á aðstöðu Islands í samfélagi þjóð-
anna og furðulega vankunnáttu um eðlilegar þarfir
Engilsaxa í sambandi við starf þeirra í Þýzkalandi við að
kenna lærisveinum Hitlers betri siði. Það þurfti yfir-
mál af gorgeir vanþekkingarinnar af hálfu manns, sem
þekkti alla málavöxtu, að ætla Bandaríkjunum að fá
ábúð á Keflavíkurflugvellinum frá ári til árs. Banda-
ríkin höfðu varið 150 milljónum til að byggja þetta
mannvirki, í því skyni að gera siðuðu fólki líft á jörð-
unni, jafnt stórum þjóðum og smáum. Islendingar fá
í sambandi við þann flugvöll öruggar loftsamgöngur
um víða veröld frá velli þessum, án þess að leggja eyri