Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 3
ÓFEIGUR
3
anna aðallega flugliði og herskipum. Ef íslendingar
hefðu verið milljónaþjóð, mundi hafa þótt sjálfsögð
skylda, að landið hefði hervarnir og að þjóðin legði
fram bæði menn og fjármuni. Boð Trumans var byggt
á því, að landið var í hættu, án varna, en of fámennt
til að geta staðið straum af nýtilegum vömum. Islend-
ingum var þannig boðin sú hervernd, sem þeir þurftu
en gátu ekki veitt sér. Þessi vernd var að vísu boðin
af því, að Bandaríkin og margar aðrar menningar-
þjóðir voru í hættu, ef fjandssamleg árásarþjóð næði
landinu í sínar hendur og breytti því í vígi móti frelsi
og menningu. Ég fagnaði þessu tilboði, því að sá tími
sem liðinn var frá því að vopnaviðskipti féllu niður
og þar til Truman sendi tilboð um hervernd, hafði
sýnt, að Rússar voru beinlínis arftakar nazista um yfir-
gang og styrjaldarundirbúning og stefndu beinlínis út
í þriðju heimsstyrjöldina. En þó að ég vildi hervernd,
þótti mér meira við þurfa. Ég vildi að Bandaríkjun-
um væri gert gagntilboð: Samningur um hervernd í
20—25 ár og annar sáttmáli um verzlun og viðskipti,
þar sem íslendi væri tryggður réttur til tolllausra og
Iiömlulausra innflutningsviðskipta jafnlengi og her-
vemdin væri í gildi. Þetta var sama og að hafa óheft-
an aðgang að sölu allrar íslenzkrar framleiðslu á mark-
aði í Bandaríkjunum eða innfædds manns réttindi í
því landi að því er snerti verzlun, án þess að hafa
sérstakar byrðar af því samkomulagi. Herverndina
taldi ég lífsnauðsyn fyrir frelsi og sjálfstæði landsins,
úr því að þjóðin sjálf meghaði ekki að leysa þann vanda
af hendi hjálparlaust. Eins og á stóð 1945, er fullvíst,
að stjórn Bandaríkjanna hefði tekið slíku boði fegins
hendi. Með þeim hætti hefði frelsi og öryggi þjóðar-
innar ekki staðið háski af rússneskri innrás og hernaði
á Islandi. Fjárhagsfórn Bandaríkjanna var raunveru-
lega engin, aðeins endurgreiðsla á tolli af íslenzkum inn-
flutningsvörum. Hinsvegar hefði þessi aðstaða komið
íslenzkri framleiðslu á Bandaríkjamarkaði langt fram
úr keppinautunum, sem verða að sætta sig við tolla og
hömlur. Með þessum hætti hefði íslenzkt atvinnulíf
getað staðið á eigin fótum. Verzlunin hefði verið frjáls,
eins og tíðkast í Vesturheimi. Engar nefndir eða ráð
hefðu skipað sér milli framleiðenda og kaupenda. Þá
hefði þjóðarbúskapurinn borið sig ár eftir ár. Nú er