Ófeigur - 15.08.1950, Side 64

Ófeigur - 15.08.1950, Side 64
64 ÓFEIGUR sem hér verða ekki taldir, þá vantar allt of marga æskumenn í landinu suma þá eiginleika, sem konur meta mikils og það með réttu. Konur vilja trúa, að þeir menn, sem þær treysta bezt, séu hetjur. Þann hetju- skap eiga karlmenn að sýna í daglegri umgengni og allra helzt, þegar konan er í hættu um sæmd og vel- ferð. Því miður er nokkur vöntun á, að ungir menn á íslandi sýni í framkomu þann skörungsskap í kynnum við konur, sem þær eiga heimtingu á. Konur unna mjög danskemmtunum, og er því svo varið í öllum löndum. Hér á landi eru ungir karlmenn á þeim vettvangi allt of svifaseinir og lítt hermannlegir við þessa íþrótt. Bíða þeir oftsinnis aðgerðalausir í nánd við sjálfa hring- iðuna og láta f jölmargar danskonur bíða án leikbræðra. Oft má sjá, jafnvel á því gistihúsi í höfuðstaðnum þar sem dansinn er iðkaður af mestri ástundun, að ungir menn bjóða konum í leikinn með tilburðum, sem minna mest á vinnubrögð gangnamanna, er þeir draga kindur á eftir sér í réttum á haustin. Þó er hitt sýnu verra, að á dansskemmtunum, í kaupstöðum, kauptúnum og fjölmörgum sveitum, sækja drukknir menn og lítt siðaðir á dansleikina og gera sig þar heimakomna. 'Taka þeir að öllum jafnaði í faðm sér þær ungmeyj- ar, sem þeim þykja áiitlegastar, en hrekja heimamenn með illu orðbragði, drykkjulátum og barsmíðum. Ef hinir ungu og vasklegu karlmenn, sem fæðast nú upp í landinu, athuguðu betur sinn gang, þá mundi þeim skiljast, að konur eiga skilyrðislausa kröfu á að allir sæmilegir karlmenn, sem taka þátt í samkomunni, fylki liði móti innrásardólgunum og stökkvi þeim á flótta eða hneppi þá í bönd. En þetta er aldrei gert. Drykkju- skríll landsins setur svip ómenningar á meginhluta allra gleðisamkvæma i landinu. Þó er á nálega öllum þessum samkomum margfaldlega nógur liðsafli til að stökkva skrílnum burt og venja þann lýð af að koma á skemmtanir heiðarlegra Islendinga. Meðan ungir karl- menn geta ekki varið unnustur sínar og leiksystur fyr- ir þeim mógðunum, sem öllu kvenfólki er sýnd á flest- um danssamkomum í landinu, þá er hæfilegast fyrir slíka menn að bíanda sér ekki í hin vanræktu vanda- < mál vamarleysisins. Meðan ungir karlmenn hér á landi geta ekki haldið drykkjuskríl landsins frá þátt- töku í skemmtanalífi æskunnar, hafa þeir að sumu leyti

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.