Ófeigur - 15.08.1950, Síða 36

Ófeigur - 15.08.1950, Síða 36
36 ÓFEIGUR mikill, að Bandaríkjamenn voru um langa stund lam- aðir í öllum aðgerðum við Kyrrahaf. Úr því að ekki var unnt fyrir Bandaríkjamenn að vita fyrirfram um hinn hættulega vígbúnað Japana móti höfuðvamarvirki þjóðarinnar á Kyrrahafinu, er naumast við að bú- ast að þeir eða aðrar bandalagsþjóðir viti um hernað- arundirbúning í Rússaveldi, sem er vandlega lokað með járntjaldi einangrunarinnar. Kom sama óhappið og með Perluhöfn fram í Kóreu nú í sumar. Rússum hefur tekizt, með skipulegri vinnu í fjögur ár, að skapa stór- an og ágætlega búinn innrásarher rétt við landamæri Suður-Kóreu, þar sem þúsund Bandaríkjamenn vora önnum kafnir við að stjórna margháttuðum friðsamleg- um framkvæmdum. Hinir miklu byrjunarsigrar kom- múnista í Kóreu stafa eingöngu af því að Rússum tókst svo vel að æfa innrásarlið í leyni og koma að grann- þjóðinni óvörum með öllum tækjum nútímastyrjaldar. Öll reynsla og öll skynsamleg athugun bendir á, að lína Eysteins Jónssonar og sá rökstuðningur, er hann taldi sig hafa fengið vestan hafs, hafi verið staðlausir stafir, svo sem mest mátti vera og að Atlantshafsþjóð- irnar allar hafi verið og séu hvern dag í hættu, með- an ísland er opið og óvarið. XIII. Verður ísland höfuðvígi Rússa? Ef aðstaða Atlantshafsþjóðanna er athuguð gaum- gæfilega, kemur strax í ljós, að Rússar geta ekki látið hjá líða, að hertaka og vígbúa Island á fyrsta sólar- hring styrjaldar við vesturveldin. Þriðja heimsstríðið verður fyrst og fremst milli Rússa og Atlantshafsríkj- anna. Rússar verða sóknaraðilinn. Þeir hafa vígbúizt til að gera innrás í vesturlönd, sigra þau og bæta þeim gersigruðum í félagsskap leppríkjanna. Frá sjónarmiði herfræðinga er fyrsta skylda rússnesku herstjórnarinn- ar í því stríði að freista að slíta Ameríku frá vestur- þjóðum Norðurálfu, þannig, að meðan hinn mikli her flæðir frá sléttum Rússlands, Austur-Þýzkalandi, Ung- verjalandi og Rúmeníu suður og vestur að Miðjarðar- hafi og Ermarsundi, verði ekki unnt að koma veru- legri hjálp frá Bandaríkjunum austur yfir Atlantshaf heldur margslitni Atlantshafshringurinn á fyrstu vikum styrjaldarinnar. Þetta tekst, ef Rússar taka Island með

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.