Ófeigur - 15.08.1950, Síða 63

Ófeigur - 15.08.1950, Síða 63
ÖFEIGUR 63 sonar sem framtíðarúrræði, verðskulda mjög þungan dóm sögunnar. Hitt er vitað, að í öllum löndum þykir ungum karlmönnum erlendir hermenn, sem dvelja i heimalandi þeirra í einu hættulegir og óvelkomnir keppi- nautar um konukynni í landinu. Brezkum karlmönnum þótti að þessu leyti óæskilegt að fá mikinn fjölda ungra Ameríkumanna til langdvalar í landinu, í báðum styrjöldunum. Frönskum karlmönnum þótti á sama hátt lítið eftirsóknarvert, að hafa milljónir af her- mönnum Engilsaxa árum saman í Frakklandi. En í báðurn styrjöldum voru hin stóru sjónarmið þjóðanna látin skera úr í þessu efni. I báðum heimsstyrjöldun- um var hin sameinaða orka beggja enskumælandi þjóð anna það, sem bjargaði konum Vesturlanda frá örlögum austurþýzkra kvenna í skiptum við lið Rússa eftir fall Hitlers. Hið þrönga sjónarmið karlmanna, sem kenna afbrýðisemi í sambandi við bandamannaherlið, getur aldrei verið talin frambærileg röksemd, þegar þjóð er í hættu. Nú dvelja 12000 flugmenn frá Bandaríkjun- um í varanlegum herbúðum nærri London og Oxford. Mikils þykir Bretum nú við þurfa, er þeir hafa svo öfl- ugan erlendan liðsstyrk á friðartímum til viðbótar flot- anum, innlendum milljónaher og mjög öflugu flugliði. Ástæðan er auðsæ. Bretar álíta hættuna, sem stafar af herbúnaði og árásarhug Rússa svo ægilega, að þeir bæta við, í námunda við höfuðborgina og frægasta menntaheimili í landinu, mannmörgu eriendu setuliði. Þar sem ísland gengur næst Bretlandseyjum um hern- aðarþýðingu, eins og fyrr er að vikið, þá má það kall- ast ofrausn af hálfu þeirra ungu Islendinga, að vilja útiloka allar hervarnir hér á landi, af samkeppnistil- finningu gagnvart þeim bandalagsmönnum, sem hugs- anlegt er að fá hingað til dvalar, til að verja landið og heimilin, sem annars væru óvarin. Auk þess má vera að íslenzkir karlmenn hafi gott af nokkurri samkeppní og samanburði við jafnaldra frá öðrum löndum. Vel má gleðjast yfir þroska ungra karlmanna hér á landi um vöxt og afrek í ýmiskonar íþróttum. Er margt gott að segja af vaskleik ungra manna við vinnubrögð á sjó og landi við margháttuð framleiðslustörf. Er það að vísu ekki nýjung, því að þar hafa menn fyrri kynslóða gefið álitlegt fordæmi. En þrátt fyrir þessa ánægjulega eiginleika ungra íslendinga og marga kosti,

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.