Ófeigur - 15.08.1950, Síða 7

Ófeigur - 15.08.1950, Síða 7
ÓFEIGUR 7 vernd og innfæddra réttindi um verzlunaraðstöðu í Bandaríkjunum. Hélt ég ýtarlegan fyrirlestur um þetta mál í Gamla Bíó í Reykjavík og sendi hann síðar prent- aðan á hvert heimili í landinu. Verzlunarstéttin í Reykja- vík hafði fullan skilning á málinu. Ekki var hægt að segja það sama um kaupfélögin. Höfðu margir af helztu valdamönnum í tveim sögufrægum kaupfélögum mik- inn en þó leyndan viðbúnað til að fella mig frá endur- kjöri í Þingeyjarsýslu. Þótti þessum mönnum mest und- ir því komið, að ekki ætti sæti á þingi svo mikið sem einn maður, er væri gæddur þeim hæfileikurn, að geta og vilja segja þjóðinni satt urn stærsta velferðarmál, sem nokkurn tíma hefur þurft að ráða fram úr á hennar vegum.#) Þó að allmargir af Ieiðtogum sam- vinnufélaganna sýndu lítinn þegnskap eða þroska í þetta sinn, þá er aðra sögu að segja frá fólkinu í Þingeyjar- sýslu. Veitti það mér glæsilegt fylgi. Stóðu þar saman nálega allir hugsandi og vel viti bornir menn í sýsl- unni, jafnt Framsóknar- og Sjálfstæðismenn. Kosning mín þetta vor sannaði ótvírætt, að þjóðin vildi bjárga sér úr margföldum háska um efnahag, frelsi, líf og limi. En þá skorti þrek og dug í þinglið borgaraflokk- anna. Þegar kom til samninga við Bandaríkin um haust- ið 1946, voru viðskiptamálin algerlega ■ lögð á hilluna. Herverndin fór sömu leið. En með því að fórna for- sætisráðherratign sinni og leggja sig og vin sinn, borg- arstjórann í Reykjavík, í lífshættu í átökum við óðan skríl, tókst Ólafi Thors að fá Alþingi til að samþykkja samning um að Bandaríkin mættu nota flugvöílinn í Keflavík í fimm ár til að halda uppi samgöngum við *•) Sjaldan mun meira fé og vinnu hafa verið varið til að fella þingmann, heldur en gert var í sambandi við kosningu mína vorið 1946. Fóru sendimenn um allt héraðið tii að afflytja mig. Formaður Sambandsins, Einar bóndi Árnason á Eyrarlandi, fór heim.á flesta bæi í mannmörgum hreppum í Þingeyjarsýslu til að ráða fólki frá að kjósa mig. Forsprakkar úr liði samvinn- unnar í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu höfðu leynifundi á Akur- eyri til að skipuleggja áhlaupið. Valdamenn í Reykjavík og norðanlands létu það boð út ganga, að jeppar og ný heyvinnu- tæki skyldu verða sjaldséðir gripir á heimilum, sem fylgdu Ameríku-agentinum. Var ekkert til sparað, en lítið vannst á. Vitsmunir og mannheill Þingeyinga stóðst raunina. Svöruðu kjós- endur mínir því svo, að öll þjóðin ætti að geta drepið sig úr dróma þetta vor.

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.