Ófeigur - 15.08.1950, Síða 6

Ófeigur - 15.08.1950, Síða 6
6 ÖFEIGUR friðsamlegri hátt heldur en kommúnistar vildu vera láta. Alþingi samþykkti inngöngu Islendinga í banda- lagið með einhuga stuðningi þeirra flokka, sem stóða að ríkisstjórn Ólafs Thors og Brynjólfs Bjarnasonar. Hermann Jónasson og Bjarni Ásgeirsson studdu mál- ið af tillátssemi við kommúnista. Að öðru leyti riðl- aðist Framsóknarflokkurinn. Forysta var engin, eins og síðar kom berlega í Ijós um öll landvarnamáL Greiddu sumir Framsóknarmenn atkvæði gegn inn- göngu í félag sameinuðu þjóðanna, en aðrir sátu hjá. Ég benti á, að þessi félagsskapur myndi verða þýð- ingarlítill vegna sérstöðu bolsivika. Þótti mér hitt skipta mestu málii, að unnt yrði að tryggja öryggi þjóðveld- isns með sérsamningum við það landið, sem gat veitt Islandi vernd og hafði af því sérstaka hagsmuni vegna eigin öryggis. Hefur reynslan leitt í ljós, að kommún- istar höfðu algerlega rangt fyrir sér í þessu efni, sva sem vænta mátti, en þeir rétt, sem vildu treysta á vörn Bandaríkjanna. Má segja, að bandalag þjóðanna sé þýð- inagrlítið, nema að því leyti, sem þar hefur sannazt, svo að ekki verður um deilt, að kommúnistar geta ekki samþýðst frjálsum og mentuðum þjóðum, heldur stefna að alheims yfriráðum og alheimskúgun. Fór svo, eftir nokkurn reyslutíma, að frjálsu þjóðirnar búa beinlínis í tvíbýli í bandalagi því, sem átti að koma á alheims- friði. I mótbýli við þingstjórnarríkin eru þjóðirnar aust- an járntjaldsins. Þær fara lítt að lögum og settum reglum. Kom þessi skipting glögglega í ljós í Kóreu- málinu. Standa 50 frjálsar þjóðir andspænis Rússaveldi og hinum ánauðugu fylgiríkjum þeirra. Atlantshafs- bandalagið var stofnsett til að bjarga vestrænni menn- ingu og frelsi undan bolsivismanum, af því að banda- lag þjóðanna er ekki nema réttarsalur þar sem jám- tjaldsríkin eru yfirheyrð um innræti og lífsstefnu í aug- sýn og áheyrn allra þjóða. III. Reykvíkingar. Þingeyingar. Fyrstu meginátök um öryggis- og viðskiptamál Is- lendinga gerðust á Alþingi 1946, eftir að almennar kosn- ingar höfðu farið fram um vorið. Ég hafði byrjað að gefa út blaðið Landvörun, til að styðja þann málstað, að Islendingar ættu að semja í einu um tímabundna her-

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.