Ófeigur - 15.08.1950, Side 14
14
ÖFEIGUR
er að segja um önnur nærliggjandi lönd. Námsfólkið
helzt þar ekki við sökum dýrtíðar, sern vanstjórn ís-
lenzkra markaðsmála hefur búið þeim. Eina úrræði þess-
ara unglinga hefur verið að heimta hærri ríkisstyrk, án
þess þó að geta með rökum bent á, að bændur og verka-
menn séu aflögufærir í erlendum gjaldeyri. Niðurstað-
an hlýtur að verða sú, að meginið af námi fslendinga
erlendis leggst niður, meðan ekki rætist fram úr verzl-
unarhallæri því, sem þrenning kommúnista, háskóla-
manna og „nytsamra sakleysingja“ skapaði þjóðinni með
óafsakanlegri glæpsku 1946. Öll þjóðin mun lengi líða
þungar þrautir fyrir tiltektir þessara giftulausu banda-
manna. Sjálfir rnunu flestir þessir menn, nú orðið, finna
þunga misgerða sinna.
VI. Breytt viðhorf á f jórum árum.
Ég hef dvalizt nokkuð við þessa hlið málsins. Fyrir
fjórum árum þóttust andstæðingar mínir þess fullviss-
ir, að stefna mín í landvarnar-og viðskiptamálunum
væri ekki aðeins röng, heldur stappaði mjög nærri föð-
urlandssvikum. Nú þrá hugsandi og þjóðhollir menn á
Islandi ekkert meira en að ríkisstjórnin og Alþingi
biðji Bandaríkin um þá hervernd, móti innrás landræn-
ingja, sem ég var einn um, á Alþingi 1945—46, að vilja
þiggja með tilteknum skilyrðum. Jafnframt láta þús-
undir Islendinga hugann líða f jögur ár til baka og óska
þess heitt og innnilega, að tillaga mín um verzlunar-
og viðskiptamálin hefði þá verið gerð að alþjóðarkröfu
og framkvæmd. Þá héldu kommúnistar og þeirra fylgis-
menn því fram, að nærvera erlendra hermanna á ís-
lenzkri grund væri slík þjóðarforsmán, að enginn heið-
arlegur maður gæti látið sér koma til hugar að útvega
þjóð sinni jafnvel hin beztu viðskiptakjör, ef um leið
ætti að semja frelsið og fullveldið af þjóðinni. Nú er
svo skipt um aðstöðu í málinu, að meirihluti Islend-
inga hefur ekki sofið rólega í hvílum sínum um nætur
nema þær stuttu stundir þegar amerísk smáherskip
hafa legið hér við land. Hvarvetna af landinu fréttist
um vaxandi og réttmætan ugg fólksins við varnarleysi
hins vopnalausa hlutleysis. Nú sér alþjóð manna,
að ríkisstjórnin verður að biðja Atlantshafsríkin um
hervernd á friðartímum. En eins og öllum, sem hugsa