Ófeigur - 15.08.1950, Side 25

Ófeigur - 15.08.1950, Side 25
ÖFEIGÚR 25 þjóðir okkar, en náðu ekki að brjótast hingað fyrir til- komu Engilsaxa. Islendingar höfðu í sambandi við her- setu hins framandi liðs öðlazt stjórnfrelsi, meir en þeir höfðu þekkt í 700 ár og áttu meiri auð í lausum aurum heldur en þjóðina hafði nokkurntíma dreymt um að hún gæti haft handa milli sem varanlega eign. X. Skynvilla íslendinga í styrjaldarmálum. Þegar Truman forseti bauð Islendingum hervernd 1945, kom miklum hluta þjóðarinnar tilboðið undar- lega fyrir sjónir. Hörmungar Tyrkjaránsins voru f jar- lægar og löngu hjá liðnar. I augum margra miðaldra Islendinga var stríð ekki óttalegt, heldur þvert á móti fagnaðarefni. Stríð Vilhjálms II. hafði verið gróðalind fjölmargra manna á íslandi og stríð Hitlers hafði, að frátöldum nokkrum mannslátum á sjó, verið ríkasta uppspretta jarðneskra gæða, sem menn á íslandi höfðu komizt í kynni við. Hvað var þá augljósara en að sú kynslóð, sem hafði öðlazt svo mörg tímanleg gæði í sambandi við stríð anarra þjóða, sæi enga ástæðu til að óttast nýtt stríð. Margir þesskonar menn sögðu í fullri alvöru, að stórveldin mættu gjarna hefja þriðju styrjöldina. Ef Rússar kæmu hingað í bili, þá yrði þess ekki langt að bíða, að Bandaríkjamenn hrektu þá burtu. Eftir það mundi byrja nýtt líf undir sólar- himni stríðsgróðans. Menn, sem stóðu á þessu þekk- ingar og siðferðisstigi hlutu að svara tilboði Trumans neitandi. Þeir þekktu ekkert glæsilegra en að vita al- heiminn í stríði, en mega sjálfir í friði raka saman stórfé og njóta þeirra gæða, sem má kaupa fyrir pen- inga, þó að öðrum þjóðumi blæði. Ég hygg að það sé nálega dæmalaust í annálum styrj- aldarfræða, að nokkur þjóð hafi notið jafn mikilla ytri hlunninda í sambandi við grimma styrjöld eins og Is- lendingar í síðasta stríði. En ef menn líta í kringum sig þá eru þessháttar ævintýri sjaldgæf og ekki líkleg til að endurtakast. I þýzk-franska stríðinu 1870—71 var þýzki herinn undir ágætri herstjórn, sem fór að öllum jafnaði eftir viðurkenndum herlögum. Samt urðu Frakkar að greiða í herkostnað á skömmum tíma svo miklu fjarhæð, að ef hún hefði verið greidd í gulli og gullið flutt á íslenzkum áburðarhestum, mundi slík

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.