Ófeigur - 15.08.1950, Side 59

Ófeigur - 15.08.1950, Side 59
ÖFEIGUR 59 nreyrar létu þetta eftir forráðamönnum flokkanna í Reykavík, en Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn í hinum norðlenzka höfuðstað sendu fulltrúa til höfuð- stöðvanna syðra með ströngum skilaboðum um varnar- kröfur, sem ekki yrði hopað frá. Um sama leyti og þetta gerðist, komu 30 íslenzkir flugmenn til ríkis- stjómarinnar og buðu þjónustu sína við byrjunarstörf í þágu landvarnanna. Þetta tilboð hafði sögulega þýð- ingu, því að það var fyrsta merki, sem kom fram opin- berlega, að íslenzkir menn vildu taka þátt í vörn ætt- jarðarinnar. Þá tóku ungir menn að streyma í sendi- sveit Bandaríkjanna í því skyni að bjóða sig fram sem sjálfboðaliðar í her Bandaríkjanna í Kóreu. Banda- ríkin taka ekki útlendinga í her sinn, en tilboð hinna ungu manna sannaði, að ekki var allur hernaðarhug- ur þrotinn í íslendingum. Einn af helztu áhrifamönnum í Suður-Múlasýslu og stuðningsmaður Eysteins Jónssonar, taldi vera um van- rækslu að ræða frá hálfu Atlantshafsríkjanna, að hafa ekki sent hingað varnarlið til að fyrirbyggja innrás. Vegna samtaka stjórnmálaflokkanna um að loka blöð- unum fyrir öllum greinum urn hættu þjóðarinnar, gátu menn út um land alls ekki áttað sig á réttum rökum í málinu. Forráðamenn þjóðarinnar höfðu harðbann- að bandalagsþióðunum að skipta sér af varnarleysi lands- ins. Sökin hvíldi á línuliði Eysteins Jónssonar, en ekki á forráðamönnum bandalagsins. Þegar ég hafði lokið þeim fjórum erindum um frið og stríð, sem ég ætlaði að flytja í Reykjavík og nær- liggjandi héruðum, fékk ég mjög vinsamleg tilmæli frá 36 áhrifamönnum á Isafirði um að koma til þeirra og flytja erindi mitt þar. Ég þakkaði boðið, en sagð- ist ekki komast yfir að flytja erindið svo víða sem mér þætti við þurfa, og gerði ráð fyrir að gera ritling um málið, þar sem ég gæti lagt fram meiri og fleiri rök fyrir allan almenning í landinu, heldur en komið yrði við í einni ræðu. Mundi ég mæta áhuga Isfirð- inga með því að sendi þeim erindið prentað. Ríkis- stjórninni fór nú að verða ljóst, að ekki yrði öllu lengur hægt að búa við línu Eysteins Jónssonar, heldur mundi sýnu nær að líta á sterkar vígvélar sem þjóðarnauð- sjm. Lange, utanríkisráðherra Norðmanna, kom til Reykjavíkur í byrjun september. Áður en hann fór, lét

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.