Ófeigur - 15.08.1950, Side 57

Ófeigur - 15.08.1950, Side 57
ÓFEIGUR 57 togar Sjálfstæðis- að Framsóknarflokksins hefðu veitt þeim óskorað fylgi. Sumarið 1950 óx áhugi allra sæmilegra manna i landinu fyrir því, að íslenzka stjórnin bæði Atlants- hafsbandalagið um hervernd. En sá áhugi náði ekki til þeirra blaða, sem stjórnmálaflokkarnir gefa út, ef Vísir er undan tekinn. Allt sumarið rigndi bréfum yfir leið- toga borgaraflokkanna og greinum í blöð þeirra, frá áhugamönnum um allt land. En þar var komið að harð- læstum dyrum. Alþýðublaðið lét aldrei orð falla um varnarleysi og varnarþörf landsins. Ekki hafði ritstjórn Morgunblaðsins heldur heyrt neitt um það málefni. Tím- inn birti eitt sinn snotra smágrein um, að rétt væri að birgja landið að matvælum, ef til styrjaldar kæmi og gera ráð fyrir flutningi fólks af hættusvæðum. Á hætt- una sjálfa, innrás frá óvinalandi var aldrei minnzt eða hversu afstýra mætti slíkum ófarnaði. Helzt leit út fyrir að einhver af stjórnendum Tímans hefði óskað eftir, að málið yrði rætt og skýrt. Ritstjórinn hefði þá tekið upp það ráð, að skrifa um málið það eitt, sem ekki benti á vakandi úrræði. Vísir birti af og til góðar vakningargreinar um hættuna úr austri. Auk þess tók Kristján Guðlaugsson til meðferðar tillögu mína úr þinginu um sérstakan þjóðvörð. Skyldi það lið vera hliðstætt heimavarnarliði nágrannaþjóðanna, sem styð- ur löggæzluna til að halda friði innanlands. Án þvílíks stuðnings er hver ríkisstjórn máttlaus eins ag reyk- ský. Kristján Guðlaugsson var einn af aðaleigendum Vísis og stóð því betur að vígi heldur en ritstjórar flokksblaðanna, sem voru háðir liðsoddum flokkanna. Við Helgi Lárusson höfðum frjálsar hendur með Ófeig og Landvörn. Ákveðinn hópur óháðra og frjálslyndra manna gat gert tveim blöðum, sem studdust við sjálf- boðavinnu, fært að fylgja þeim málum, sem útgefendur töldu rétt vera. Forráðamenn flokkanna lokuðu sínum blöðum fyrir öllum umræðum um eina málið, sem skipti mestu um gæfu þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Auk þess hefur nokkur hluti af áróðursliði flokkanna í Reykja- vík og út um land gert sitt ýtrasta til, að Ófeigur og Landvörn gætu ekki náð til áhugasamra lesenda. Hef- ur sá leikur varað frá þeim tíma, að þessi blöð voru stofnuð. Þrátt fyrir löngun valdhafanna til að bæla niður

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.