Ófeigur - 15.08.1950, Side 31

Ófeigur - 15.08.1950, Side 31
ÖFEIGUR 31 flokki aðrir honum ennþá þrákelknari. Fyrir Bjarna Benediktsson, sem hafði forgöngu í málinu var vand- inn sá að samræma hinar furðulegu skoðanir Eysteins Jónssonar við öryggi og sæmd íslands og hinna banda- lagsþjóðanna. Að lokum var fundinn grundvöllur, sem fært þótti að byggja á. íslendingar skyldu ganga í banda- lagið, sem fullgildur aðili án þess að leggja sjálfir nokkuð fram til að verja sitt eigið land eða gefa leyfi til að þar yrði herstyrkur frá bandalagsþjóðunum nema eftir að komið væri að styrjöld eða ófriður hafinn. Stefna Eysteins Jónssonar var hér lögð til grundvall- ar. Fulltrúar Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksins óskuðu eftir að kunnáttumaður sannaði með rökum, að þessi aðstaða veitti Islandi nægilegt öryggi móti innrás úr austurátt. Mun slíkur kunnáttumaður hafa komið á fund þremenninganna og talið líkur til að Atlandshafs- ríkin mundu verða vör aukins herbúnaðar frá hálfu Rússa, nokkru áður en kæmi til heimsstríðs. Mætti þá senda lið og varnir til Islands áður en stór-styrjöld byrjaði. Eftir þetta sneru þremenningarnir heim. Ey- steinn Jónsson hlaut að líta á sig sem sigurvegara. Bandaríkin og nábúa þjóðir Islendinga í suður og aust- ur átt töldu þátttöku íslendinga mikils verða, því að bæði kynni að verða hægt, fyrr en í ótíma, að koma viti fyrir Islendinga, svo að þeir skildu þörfina fyrir nýtilegar varnir og auk þess heimilaði sáttmálinn hin- um bandalagsþjóðunum að koma til hjálpar hér á landi, ef innlendir ofstopamenn gripu til vopna, hrifsuðu und- ir sig stjórnarfarsleg völd í landinu með byltingu og byrjuðu að gera ráðstafanir, sem gætu orðið hættuleg- ar öryggi Islendinga og vesturþjóðanna í heild sinni. Bjarni Benediktsson hefur vafalaust trúað kenningu Ólafs Thors um nauðsyn hinna sterkustu vígvéla til varnar landi og þjóð. Hinsvegar hafði hann ekki feng- ið þingfylgi nema fyrir hinni einstæðu og broslegu línu Eysteins Jónssonar. Islendingar höfðu gengið í félag með ellefu öðrum þjóðum til að koma á fót ægilega öflugu varnarkerfi móti mestu hernaðarhættu, sem ver- öldin hafði nokkurn tíma kynnzt. En ísland gekk í þenna félagsskap með yfirlýstri neitun á tilgangi fé- lagsins. Island vildi ekkert gera sjálft, til að uppfylla skyldur við félagsheildina og harðbannaði auk þess hin- um bandalagsþjóðunum að gera nokkuð landinu til

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.