Ófeigur - 15.08.1950, Síða 1
7. árg. Reykjavík, 1950. 5.—8. tbl.
Stríð og friður.
I. Hið gullna augnablik.
Guðfinna Jónsdóttir skáldkona frá Hömrum mælti
fyrir nokkrum missirum þessi viturlegu orð:
„Þú vissir ei, þig gisti í gær
hið gullna augnablik.“
Þjóðin eignaðist sitt gullna augnablik fyrir fjórum
árum og í það skipti fór Islendingum líkt og mann-
inum í ævintýrinu, sem vissi ekki, að hans augnablik
hafði óséð og ónotað farið fram hjá honum daginn áð-
ur. Árið 1944 höfðu íslendingar séð frelsisdraum sinn
rætast. Þeir höfðu endurreist hið forna þjóðveldi. Þeir
höfðu á stríðsárunum kynnzt fyrsta þjóðhöfðingja,
sem breytti við þá eins og sannur vinur, þegar mest
lá á. Það var Roosevelt forseti. Sumarið 1942 hét hann
þjóðinni stuðningi sínum að fáum missirum liðnum til
lýðveldismyndunar. Hann efndi heit sitt og meira en
það. Hann gerði sendimann sinn á íslandi að sendi-
herra með stórveldaumboði, meðan stóð á lokahríð-
inni í skilnaðarmálinu. Fordæmi Bandaríkjamanna var
svo öflugt og eiridregið, að allar þjóðir sem áttu þá
fulltrúa á íslandi, veittu hinu unga lýðveldi óskoraða
viðurkenningu, nema Rússar. Sendiherra þeirra sat þög-
ull á gestapalli á Þingvöllum meðan stéttarbræður hans
úr öðrum löndum fluttu heillaóskir og ámaðarorð.
*) Ritgerð þessi er að efni til fyrirlestur, er ég flutti í Aust-
urbæjarbíó í Reykjavík, í Borgarnesi, Hafnarfirði og Selfossi
síðsumars 1950, en þó með allmiklum vikaukum, sem ekki var
rúm fyrir á venjulegum fyrirlestrartíma. -— J. J.