Ófeigur - 15.08.1950, Blaðsíða 30

Ófeigur - 15.08.1950, Blaðsíða 30
30 ÖFEIGUR v lega vígorði sínu mjög á lofti og virðist, með tilliti til eigin reynslu í Keflavíkurmálinu hafa ákveðið að bíða byrjar og sætta sig við að stefna Eysteins Jónssonar yrði, að minnsta kosti í bili, yfirsterkari vígorði hans sjálfs. Bjami Benediktsson var nú utanríkisráðherra, í hatramri stefnudeilu við kommúnista. Hann virtist hafa glöggt auga fyrir hættu þeirri, sem stafaði af varn- arleysi landsins og taldi einsætt að Islendingar ættu að ganga í Atlantshafsbandalagið. Danir og Norðmenn á- kváðu, með yfirgnæfandi stuðningi allra þingflokka, nema kommúnista, að ganga í þau samtök. Átti Lange, utanríkisráðherra Norðmanna, mestan þátt í að landar hans voru svo einhuga í landvarnarmálinu sem raun bar vitni um. Hafði Lange dvalið árum saman í fanga- búðum nazista og lét engar úreltar kenningar um hlut- leysi í sambúð við einræðisríki villa sér sýn. Alþýðu- flokksmenn tóku að sinna landvarnarmálunum meira, eftir að flokksbræður þeirra í næstu löndum tóku að sýna rögg af sér í samtökum móti yfirgangi Rússa. Bjarni Benediktsson tók þátt í undirbúningsfundum með ráðherrum vesturþjóðanna um stofnun Atlants- hafssamtakanna, en átti sýnilega í vök að verjast. Var hann affluttur með brigzlyrðum og aðdróttunum um verstu hvatir í blöðum kommúnista, og hafði aldrei sézt þessháttar vopnaburður á íslandi síðan blöð íhalds- manna sóttu að okkur Tryggva Þórhallssyni 1927—32. Mátti um þetta atriði vitna í orð Matthíasar Jochums- sonar, að í mannlegum efnum hefnir hver fyrir annan. Að lokum var undirbúningi málsins komið á það stig að Bjarna Benediktssyni mun hafa þótt tryggara að fulltrúar frá Alþýðuflokknum og Framsókn væru með honum í samningum í Washington svo að í þeim her- búðum færi ekki milli mála' hver væri hlutur Islendinga. Fóru þrír ráðherrar vestur um haf vegna þessara ráða- gerða. Sigldu Eysteinn Jónsson og Emil Jónsson með utanríkisráðherranum í þessa könnunarferð. Frá öðr- um þjóðum komu utanríkisráðherrar einir á þessa fundi enda höfðu þeir yfirleitt samhuga fylgi borgaraflokk- anna allra að baki sér, en svo var ekki um Bjarna Benediktsson. Var þessi liðsafnaður eitt veikleikamerk- ið í íslenzkri borgarapólitík. Eysteinn Jónsson var ekki aðeins tregastur til framgöngu af þessum þre- menningum í landvarnarmálinu heldur voru í hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.