Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 129
SA SEM HEFUR HITT WOLAND VERÐUR EKKI SAMUR EFTIR
í látlausu gervi sínu og með blæbrigðaríkri túlkun gerir Margrét
Margarítu að nánast einu persónu sýningarinnar sem er íyrst og fremst
manneskja, fremur en fígúra - þær hefðu mátt vera fleiri að mínu mati.
Egill Heiðar Anton Pálsson hefði þurft að vera henni sterkari mótleikari
sem Meistarinn til að gera túlkun hennar enn meira sannfærandi, en
tekst ekki að gera meira en að krafsa í yfirborðið á persónu rithöfundar-
ins sem hefur verið settur á geðveikrahæli og heldur að bókin hans hafi
verið brennd. Hann sýnir okkur stillilegt æðruleysi Jesúa Ha-Nostri á
einlægan hátt en tekst ekki að gera Meistarann að þeirri lykilpersónu sem
hann hefði þurff að vera, hvorki í rýmislegri og hugmyndafræðilegri
innilokuninni á geðveikrahælinu né sem ástvinur Margarítu. Því nær
fórnarlund og ástarhiti Margarítu ekki að snerta áhorfandann jafn mik-
ið og kraftur Margrétar sem leikkonu gefur færi á.
Þriðja lykilpersóna verksins, sjálfur Woland, er í höndum Kristjáns
Franklíns Magnúss og leikur hans er valdsmannslegur en ekki sérlega
margtóna. Þannig nær hann hvorki að verða sérlega aðlaðandi né mjög
ógnvekjandi og vald hans yfir lífi og örlögum mannanna fremur tilvilj-
anakennt. Búningur hans er fyrirsjáanlegur og leikurinn fullmikið eftir
því.
Fylgja hans, kötturinn Behemot, er einkennilegt sambland af dansara
í fetish-klúbbi og krakka í öskudagsbúningi. Elma Eísa Gunnarsdóttir er
mun áhugaverðari sem Natasja, stúlkan sem þráir tilbreytingu og ævin-
týri í gráum hversdagsleikanum og fylgir Margarítu þess vegna í norna-
dansinn, en hún er sem vítiskötturinn. Woland og Behemot hefðu þurft
að stafa frá sér margslungnari kynþokka og vera áþreifanlegri ógn við
ríkjandi skipulag til að ná til fulls þeim áhrifamætti sem þeim er mögu-
legur. Sá djöfull sem tælir er líka djöfullinn sem getur tortímt og Woland
nær því aldrei að virðast fullfær um hvort tveggja. Aðrir leikarar skila
sínu af prýði, eftir því sem persónur þeirra gefa færi á, sérstaklega Erling
Jóhannesson sem bæði Leví Matteus og skáldið Bésdomní.
Sýningin er þegar á heildina er litið bæði falleg og skemmtileg, en þeg-
ar því er velt fyrir sér hvers vegna skáldverk Búlgakovs hafi orðið fyrir
valinu sem efni í hana hneigist ég að því að halda að það sé fremur um-
gerð hennar en innihald sem hafi heillað leikhópinn. Sagan býður upp á
mikið sjónarspil og skemmtilegar lausnir, en það sem ferst hér dálítið fyr-
ir er að gefa gaum að áhrifamætti boðskapar hennar og því ríka erindi
sem sá boðskapur á við okkur nú í upphafi 21. aldarinnar, ekkert síður
en á þeim tíma sem hún var skrifuð. Við búum í heimi sem einkennist af
eftirliti, spillingu, skoðanastjórnun og ótta við óskilgreindar hættur, sem
oftar en ekki er alið á af stjórnvöldum hverju sinni, heimi sem er þegar
TMM 2004 • 1
127