Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 35
Rokkstjarna 1 Kölumbíu eitthvað í mínu lífi eða veruleika sem kallaði á að ég færi að þýða ljóða- bálkinn hennar Marínu Tsvetajevu, „Ljóðið um endalokin“ sem birtist í Höfði konunnar, 1995. Eins er með Tomas Tranströmer og bókina hans Sorgargondól sem kom á íslensku 2001. Þegar ég finn ljóð sem höfða svona beint til mín, þannig að mér finnst að ég hefði sjálf átt að yrkja þau en ekki hitt skáldið, þá verð ég að snúa þeim á íslensku. Hins vegar hef ég ítrekað reynt að þýða rússnesk karlskáld eins og Pasternak, Mandelstam og fleiri og það hefur ekki tekist. Það er einhver veggur sem ég kemst ekki yfir þó að mér finnist ég skilja ljóðin ágætlega.“ / vorhefti Skírnis í ár gagnrýnir Robert Cook þýðingar Dicks Ringler á Ijóðum Jónasar Hallgrímssonar mjög harkalega. Ringler setti sér þrjú mark- mið, ífyrsta lagi nákvæmni í efnismeðferð, í öðru lagi að haldaformi og brag- einkennum til haga og í þriðja í lagi að nota aðgengilegt enskt mál. Þessi markmið minna Robert Cook á kosningaloforð Ronalds Reagan sem ætlaði í einni lotu að auka hernaðarútgjöld, lækka skatta og jafna fjárlagahallann! Eitthvað verður undan að láta. Hjá Reagan jókst fjárlagahallinn til mikilla muna en hjá Ringler finnst Cook bæði nákvæmnin og eðlilegt mál þurfa að víkja fyrir formkröfunni. Ég skil Cook þannig að hann vilji fremur prósa- þýðingu á Ijóðum Jónasar en þýðingar í bundnu máli, og ég er ósammála honum um þýðingar Ringlers. Formið skiptir alltof miklu máli upp á listræna nautn afljóðunum til að prósaþýðing komi í staðinn. Satt að segjafmnst mér Dick Ringler ná anda Jónasar ótrúlega vel í þýðingum sínum og ég met það miklu meira en nákvæmnina. Hvaða skoðun hefur þú á þessu máli? „Þetta er álitamál,“ segir Ingibjörg, „en ef ég ætti að setja mér mark- mið þá held ég að þau yrðu afar opin og kannski aðeins eitt: Að þýdda ljóðið þurfi að vera jafngóður skáldskapur og frumljóðið, burtséð frá öllu. Kannski hef ég gefist upp á skáldum eins og Pasternak og Mandel- stam af því að þeir yrkja undir hefðbundnum bragarháttum og ég treysti mér ekki til að yrkja jafngóð ljóð og þeir undir slíkum háttum. Anna Akhmatova og Marína Tsvetajeva nota líka hefðbundna hætti en formið er ekki eins þungt og klassískt hjá þeim og hjá körlunum. Ég er ekki að segja að þýðingar mínar á ljóðum Önnu og Marínu séu jafngóðar og ljóðin á frummálinu, eitt er að setja sér markmið og annað að ná því. Maður gerir bara sitt besta. Þetta með nákvæmnina er svo afstætt. Tökum til dæmis Vögguvísuna hans Garcia Lorca sem Magnús Ásgeirsson þýddi. Hún er allt annað kvæði á íslensku en spænsku, gefur allt aðra mynd af efni sínu, en hún uppfýllir svo sannarlega kröfuna mína um að þýðingin verði að vera eins góður skáldskapur og frumtextinn. Ég hugsa að þýðingin sé í því tilviki jafnvel betri skáldskapur.“ TMM 2004 • 3 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.