Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 36
Ingibjörg Haraldsdóttir
En merkingarkjarninn er allt annar, eins og Jón Hallur Stefánsson sýndi
fram á í þessu tímariti árið 1993. Á spænsku er það um ástina og kynlífið
en á íslensku um dauðann! Stundum er sagt að það sé í raun og veru ekki
hœgt að þýða Ijóð, en þú ert væntanlega ekki á þeirri skoðun.
„Jú, ég hef stundum haft þá skoðun, og kannski er alls ekki hægt að
þýða öll ljóð.“
Hvers konar Ijóð er ekki hœgt að þýða?
„Fyrir mig eru það þessi niðurnjörfuðu hefðbundnu ljóð, ég hef bara
ekki þjálfunina."
En efvið leggjum hefðbundin Ijóð til hliðar og hugsum bara um nútíma-
legfríljóð. Stundum finnst mér þau einfaldlega skiptast í tvo flokka, annars
vegar Ijóð sem tala beint til lesandans og taka skýrt til orða um sitt efni og
hins vegar þau sem reyna að fela efni sitt bak við flókið myndmál og knús-
aðan stíl. Hvorn flokkinn er erfiðara að þýða?
„Það er kannski erfiðast að þýða ljóð sem virðast vera einföld, skýr og
augljós og segja hlutina beint út, því þegar þau eru komin á annað tungu-
mál þá hætta þau stundum að vera ljóð,“ segir Ingibjörg og hugsar sig
enn um. „Ég geri auðvitað ráð fýrir að við séum alltaf að tala um góð ljóð,
ljóð sem eru ljóð, sem segja manni eitthvað á frummálinu sem er ekki
alveg augljóst. Það er eitthvað á bak við eða á milli þó að þau virki ein-
föld. Slík ljóð er mjög erfitt að þýða. Hin eru auðvitað líka erfið en þó
auðveldara að sýna fram á að þau séu ljóð. Annars er alltof erfitt að tala
um þetta án þess að vera með konkret dæmi.“
Tökum þá þín eigin Ijóð sem dæmi, bæði þínar þýðingar á þeim ogþýðingar
annarra. Nú ertþú óvenjulega vinsælt Ijóðskáld í eigin latidi - ogþýðir ekkert
að gretta sigyfir því. Bækurnar þínar seljast vel, rosalega vel miðað við Ijóða-
bækur almennt, þú hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar og þú áttflölda
aðdáenda meðal karla ogkvenna, unglinga ogfullorðinna. Greinilegter líka að
þýðingar ykkar Álfrúnar á spænsku hafa svínvirkað á hátíðargesti í Kólumbíu.
Heldurðu að það skipti máli að þú komst að þeim sjálf?
„Ég hef lítið verið þýdd á spænsku áður þannig að þetta er í fýrsta sinn
sem á það reynir hvernig ljóðin mín hljóma á spænsku. En þótt undarlegt
væri þá var eins og ég ætti ekki erfitt með að hugsa um þessi ljóð á
spænsku. Það lá eiginlega beint við og stafar sjálfsagt af því hvað ég var
lengi spænskumælandi. Marína Tsvetajeva sagði að það að skrifa ljóð væri
að þýða af sínu eigin máli á eitthvert tungumál. Ég skil hana þannig að
það sé eitthvað til sem er tungumál ljóðsins, ljóðmál, og ég get alveg trúað
að einhver af ljóðum mínum séu á ljóðmáli sem getur bæði verið íslenska
og spænska, ef það þarf að heita eitthvað. Mörg þessara ljóða eiga eflaust
uppruna sinn á Kúbu þó að þau hafi ekki birst fýrr en löngu seinna. Ég hef
34
TMM 2004 • 3