Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 37
Rokkstjarna i Kólumbíu
lítið verið þýdd á ensku en mér finnst ljóðin mín ekki gera sig á því máli.
Einhvern tíma reyndi ég að þýða nokkur ljóð sjálf á ensku en henti því
öllu. Ljóðmál þeirra var ekki enska. Fyrir utan spænsku hefur mér fund-
ist ganga best með þýsku og sænsku, enda hefur verið þýtt mest á þær
tungur, fyrir utan ungversku sem ég kann því miður ekkert í.“
Hefurðu haft hönd í bagga með þýsku ogsænsku þýðingunum?
„Svolítið. Þýsku þýðingarnar eru gerðar í samvinnu Franz Gíslasonar
og Wolfgangs Schiffer og mig minnir að ég hafi verið þeim innanhandar
með útskýringar ef á þurfti að halda. Svo tók ég þátt í tilraun fyrir
mörgum árum úti í Þýskalandi þar sem Franz gerði línuþýðingar á
ljóðum eftir mig og þýsk skáld spreyttu sig á að þýða línuþýðingarnar á
ljóðmál. Þetta var skemmtileg tilraun og tókst vel.“
Var mikill munur á línuþýðingunum og Ijóðaþýðingunum?
„Já, og mikill munur á ljóðaþýðingunum innbyrðis, því sum ljóðin
voru þýdd af fleiri en einu skáldi.“
Ljóð hafa öðruvísi líf
Ljóðabókin Flvar sem ég verð fékk íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið
2002 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandsráðs í ár. Hún
var þýdd á sænsku af John Swedenmark. Hvernig fannst þér sú þýðing?
„Mér fannst hún góð. Við vorum í góðu sambandi meðan hann var að
þýða og samstarf okkar var gott. En ég er auðvitað enginn sænskufræð-
ingur.“
Þúfékkst tvo harða ritdóma í dönsku blöðunum Politiken og Information
fyrir bókina. Gagnrýnendunum fannst Ijóðin einföld og neituðu að sjá
annað í þeim en yfirborðið. Fíngert vísananet Ijóðanna út fyrir sig virtist
fara framhjá þeim. Þarna var algert sambandsleysi. Miðað við viðtökur
bókarinnar hér heima - og viðtökur Ijóðanna þinna í Kolumbíu - finnst
manni það hljóta að vera þýðingunni að kenna, að undirtexti Ijóðanna
komist ekki til skila í þýðingu Swedenmarks. Að orðin hjá honum segi bara
eitt í staðþess að kveikja grun um annað og meira.
„Ég veit það ekki. Ég er ekki nógu dómbær á það hvort þessi heimur
sem er í ljóðunum á íslensku sé enn til staðar í þýðingunni. Maður sækir
í sinn menningarheim og svamlar í honum og er kannski ekki nógu með-
vitaður um það hvort hann skilar sér áfram.
Eftir því sem ég veit best komu bara þessar tvær umsagnir í Danmörku
- ekki annars staðar, fyrir utan svargreinar í Færeyjum og hér heima. Og
þessar dönsku greinar voru báðar dálítið vafasamar. Málið var að báðir
gagnrýnendur skiptu ljóðabókunum sem tilnefndar voru í tvo flokka, og
TMM 2004 • 3
35