Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 37
Rokkstjarna i Kólumbíu lítið verið þýdd á ensku en mér finnst ljóðin mín ekki gera sig á því máli. Einhvern tíma reyndi ég að þýða nokkur ljóð sjálf á ensku en henti því öllu. Ljóðmál þeirra var ekki enska. Fyrir utan spænsku hefur mér fund- ist ganga best með þýsku og sænsku, enda hefur verið þýtt mest á þær tungur, fyrir utan ungversku sem ég kann því miður ekkert í.“ Hefurðu haft hönd í bagga með þýsku ogsænsku þýðingunum? „Svolítið. Þýsku þýðingarnar eru gerðar í samvinnu Franz Gíslasonar og Wolfgangs Schiffer og mig minnir að ég hafi verið þeim innanhandar með útskýringar ef á þurfti að halda. Svo tók ég þátt í tilraun fyrir mörgum árum úti í Þýskalandi þar sem Franz gerði línuþýðingar á ljóðum eftir mig og þýsk skáld spreyttu sig á að þýða línuþýðingarnar á ljóðmál. Þetta var skemmtileg tilraun og tókst vel.“ Var mikill munur á línuþýðingunum og Ijóðaþýðingunum? „Já, og mikill munur á ljóðaþýðingunum innbyrðis, því sum ljóðin voru þýdd af fleiri en einu skáldi.“ Ljóð hafa öðruvísi líf Ljóðabókin Flvar sem ég verð fékk íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2002 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandsráðs í ár. Hún var þýdd á sænsku af John Swedenmark. Hvernig fannst þér sú þýðing? „Mér fannst hún góð. Við vorum í góðu sambandi meðan hann var að þýða og samstarf okkar var gott. En ég er auðvitað enginn sænskufræð- ingur.“ Þúfékkst tvo harða ritdóma í dönsku blöðunum Politiken og Information fyrir bókina. Gagnrýnendunum fannst Ijóðin einföld og neituðu að sjá annað í þeim en yfirborðið. Fíngert vísananet Ijóðanna út fyrir sig virtist fara framhjá þeim. Þarna var algert sambandsleysi. Miðað við viðtökur bókarinnar hér heima - og viðtökur Ijóðanna þinna í Kolumbíu - finnst manni það hljóta að vera þýðingunni að kenna, að undirtexti Ijóðanna komist ekki til skila í þýðingu Swedenmarks. Að orðin hjá honum segi bara eitt í staðþess að kveikja grun um annað og meira. „Ég veit það ekki. Ég er ekki nógu dómbær á það hvort þessi heimur sem er í ljóðunum á íslensku sé enn til staðar í þýðingunni. Maður sækir í sinn menningarheim og svamlar í honum og er kannski ekki nógu með- vitaður um það hvort hann skilar sér áfram. Eftir því sem ég veit best komu bara þessar tvær umsagnir í Danmörku - ekki annars staðar, fyrir utan svargreinar í Færeyjum og hér heima. Og þessar dönsku greinar voru báðar dálítið vafasamar. Málið var að báðir gagnrýnendur skiptu ljóðabókunum sem tilnefndar voru í tvo flokka, og TMM 2004 • 3 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.