Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 78
Árni Bergmann
Trúin á Rússland
Saga viðleitni til að fmna óskum sínum stað
Þegar spurt er um hugsjónir og hindurvitni liðinnar aldar nema menn
oft staðar við trúna á Sovétríki Stalíns. Og spyrja til dæmis hér á íslandi:
hvernig mátti það vera, að snjall rithöfundur eins og Halldór Laxness
tæki þá trú og boðaði hana? í skáldsögu Hallgríms Helgasonar, Höfundur
íslands, er m.a. fitjað upp á þeirri skýringu að það skáld sem í henni er
látið vera skylt Halldóri í mörgum greinum hafi verið haldið einhverjum
„skandinaívisma"1 og í sama streng tók svo Hallgrímur sjálfur í viðtali,
þegar hann spurði hvort Halldór Laxness hafi ekki verið haldinn „blindu
sakleysi sveitamannsins“.2
Ekkert er reyndar fjær sanni. Halldór Laxness var ekki síst Sovéttrúar
vegna þess að hann var mikill heimsmaður, hann var alveg með á nótum
tímans. Hann var einn af afar mörgum skáldum og höfðingjum andans
sem tengdu miklar vonir við rússnesku byltinguna og það samfélag sem
af henni reis. Sumir gerðu stuttan stans í þeirri trú (André Gide, Panait
Istrati), aðrir þraukuðu alllengi, hvort sem þeir töldu sig sjálfir kommún-
ista eða eiga samleið með sovétkommúnisma í veigamiklum greinum:
Sean O’Casey og Bernhard Shaw, Romain Rolland, Louis Aragon og Paul
Éluard, Heinrich Mann og Bertolt Brecht, Nordahl Grieg og Andersen
Nexö, Nazim Hikmet og Pablo Neruda, svo aðeins fáir séu nefndir.
Svo mikil og glæsileg fylking Sovétvina kallar vissulega á aðrar útskýr-
ingar en þær, að Stalín og hans umsvif hafi höfðað einkum til fákunnandi
smáþjóðamanna eða „sveitamanna“. Heimsmenningin er mætt til leiks.
Hitt gæti verið, að stórgáfuð skáld og hugsuðir séu öðrum þræði haldnir
einhverju „sakleysi“ sem geti raunar slegið þá blindu. Rétt að skoða þá hlið
mála nánar. Og byrja þá á því, að hinn vongóði áhugi á Sovét-Rússlandi
áranna milli heimsstyrjaldanna átti sér sérkennilega forsögu. Það hafði
nefnilega gerst áður að skrifandi og hugsandi menn á Vesturlöndum gerðu
Rússland hið mikla með einum eða öðrum hætti að aðsetri vona sinna og
drauma um það, hvernig mannlegu félagi verði breytt til hins betra.
76
TMM 2004 • 3