Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 81
Trúin á Rússland samfélag en þeirra eigin höfðingjar. Tímabil Nikulásar keisara fyrsta (1824-56) var tími afturhalds, sá tími þegar bæði ritskoðun og leynilög- regla verða öflugar stofnanir sem eiga að koma í veg fyrir alla tilburði til að breyta samfélaginu eða skerða hið minnsta rétt einvaldans til að ráðsk- ast með land og þegna. En þá kemur á daginn, að það eru ekki aðeins „vinstrimenn“, umbótasinnar af ýmsu tagi, sem láta heillast af Rússlandi hinu óendanlega og dularfulla. Markgreifinn de Custine heitir franskur aðalsmaður sem heimsótti Rússland árið 1839 og skrifaði fræga bók um ferðina, La Russie en 1839. Hann var ekki einn þeirra sem hreifst af land- inu, öðru nær: hann sér hvarvetna merki um harðstjórn og lögleysur og ótta, sem og um útsmognar aðferðir rússneskra yfirvalda til að fela óþægilegar staðreyndir og ljúga að erlendum gestum. Og honum finnst að „flestir rithöfundar“ sem heimsækja Rússland, séu „sviksamlega með- sekir Rússum við að blekkja okkur“. Hann fer sterkum fyrirlitningar- orðum um þessa gesti sem „koma úr öllum landshornum Evrópu til þess að brosa í bjálfalegri hrifningu yfir því hrífandi og nána sambandi sem þeir telja að sé á milli keisara Rússlands og þegna hans“. Með öðrum orðum: de Custine er að skamma evrópska gesti sem hafa búið sér til þá íhaldssömu staðleysu (útópíu) að í Rússlandi rætist draumar þeirra um ástir góðs kóngs og alþýðunnar, draumar sem lýðræðistilburðir og póli- tískt þras hafi spillt á Vesturlöndum. í annan stað er hann undrandi á því, að jafnvel þeir gestir sem komi „aðeins af forvitni" eins og gefi frá sér alla gagnrýna hugsun um leið og þeir taka til við að lýsa Rússlandi. Og hann fer svipuðum orðum um ferðasöguhöfunda á tímum Nikulásar og höfð voru um gesti Stalíns hundrað árum síðar: „Annaðhvort hefur þessu landi einungis verið lýst af mönnum sem skapgerð þeirra eða staða leyfir ekki að vera sjálfstæðum, eða þá að einlægustu hugsuðir eins og glutra niður dómgreind sinni um leið og þeir koma hingað.“8 De Custine minnir á fleira. Menn geta gert Rússland að leikvangi drauma sinna - eða martraða. Hann er einn þeirra sem telja Rússland fyrst og fremst víti til varnaðar, land þar sem „engin hamingja er mögu- leg“. Hann ráðleggur hverjum Frakka sem á son sem kann ekki við sig heima í Frakklandi að senda hann til Rússlands - því hver sá sem því landi kynnist af raun „verður sæll að fá að búa í hvaða öðru landi sem væri“.9 Hafa menn ekki heyrt eitthvað svipað um unga menn og óánægða á síðastliðinni öld? En de Custine telur að sönnu teflt á nokkra hættu þegar menn lenda í klónum á útsmognum rússneskum gestgjöfum. Hann lýsir því einmitt mjög skemmtilega, að tignum gesti er sýnt hvað sem hann biður um. En það er alltaf mættur maður sem ber ábyrgð á höllinni, eða skólanum eða TMM 2004 • 3 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.