Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 111
Bókmenntir Hann strauk ennið og bætti í staupið, stakk út og ræskti sig skyndilega furðu hátt eins og hann væri ljón að öskra. Þurfti hann á fyrirgefningu að halda? Leitaði hann eftir aflausn? Samúð? Var hann hingað kominn til að reyna að sættast við eigin samvisku og fá ró í sálu sinni? (194) Sá texti sem á eftir fer verður einna eftirminnilegastur; gamall samherji í heim- sókn að játa fyrir Baldri misgerðir sínar áratugum fyrr. Þetta er meistaralega spunninn kafli, hnyttilega sviðsettur og persónurnar skýrt og vel dregnar, sjálfum sér samkvæmar og fyrirfram óútreiknanlegar. Um leið birtast þverstæð- urnar í fari Baldurs þar sem þessi vammlausi sannleiksleitandi gerir í kjölfar samtalsins purkunarlausa tilraun til að hylja spor sín sem málverkafalsara. „Síðustu sósíalistarnir“ En sagan hefur meira að geyma en ljóslifandi og margþættar persónur og nost- urslega mynd í stílnum af þeim tíðaranda og hugarheimi sem þær tilheyra. Höf- undur gerir sér einnig far um að greina þennan tíðaranda og hlutdeild persón- anna í honum. Þetta fólk, þessi fjölskylda, sameinast í sameiginlegum minningum frá tímum almennrar samstöðu og fjöldafunda. Sá tími virðist ekki eiga afturkvæmt. Sam- staðan er brostin og hefur vikið fyrir „skrumi, pjátri og glingri nútímans þar sem öllu virðist varða að sundra manneskjunni, tæta í sundur böndin sem knýta okkur saman, rífa okkur upp með rótum og þeyta okkur burt í neyslubuskann" (137). Til að verjast þessu reynir Baldur að búa sér til heim sem er heill og fagur, í andstöðu við „þá kaldhæðnu vegsömun alls þess ljóta, snauða og andstyggilega sem hægt og örugglega hafði tekið sess listanna og rutt þeim úr vegi og eytt þeim“ (24). Þegar Geiri er við nám í Tékkóslóvakíu fyrir Vorið í Prag er hann á sama hátt ófær um að meðtaka „þann margflókna vef svika og launráða sem virtist ósýnilega ofinn um allt samfélagið þar sem ævinlega virtist þurfa að túlka allt upp á nýtt sem virtist blasa við augum svo að allur heimurinn varð eins og margrætt listaverk án augljósrar merkingar“. Og höfundur bætir við útleggingu: „Svona var líf hans: hann leitaði merkingar“ (163). Á sumrin gerist Geiri leið- sögumaður í fjallaferðum gamalla félaga sem leita hins eiginlega og óspillta íslands. Á sama hátt finnur Baldur náðarkraft innra með sér þegar hann hlúir að garðinum sínum; þá er hann „sá stjórnmálamaður sem hann hafði fæðst til að verða og aldrei orðið nema svipula stund“ (134). Bæði Baldur og Geiri eru svo hreinhjartaðir að þeir sjá ekki í gegnum hinar pólitísku refjar sem þeir eru beittir. En auk þess virðast þeir hafa staðið utan við þá menningarlegu og pólitísku strauma sem eru ríkjandi í kringum þá á æsku- árunum. Sambandsleysið virðist að vísu helst birtast í andúð á tyggigúmmíi og rokkmúsík og í alvörugefinni ábyrgðartilfinningu gagnvart ástandi heimsmál- anna í stað þess að langa í skellinöðru. Þeir eru þannig sýndir sem áþekkir tíma- villingar og Einar gamli Egilsen þegar endanlega er farið að slá út í fyrir honum. Eigi að síður klykkir höfundur út með eftirfarandi alhæfingu í bókarlok: TMM 2004 • 3 109
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.