Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 117
Bókmenntir handa. í hnotskurn lýsir Viðar stundum erfiðleikum landnámsmanna vestra, sbr. frásögn hans af Sigurbirni skáldi Jóhannessyni frá Fótaskinni sem fór fimm- tugur vestur með konu og tvö ung börn. Soninn missti hann stuttu eftír flutn- inginn vestur en dóttirin varð þekkt skáldkona (Jakobína Johnson). Sjálfur lést Sigurbjörn 14 árum eftir að hann kom til Kanada. Viðar tengir erfiljóð Stephans um þennan mann við hans eigið líf, strit og skáldskap. Jafnframt íylgir hann umræðunni eftir með því að ræða fleiri erfiljóð Stephans og glímu hans við guðleysið og það sem komið geti í stað útslitinna trúarhugmynda: „Með því að líta á vinnuna í ljósi eilífðarinnar gefur Stephan henni trúarlegt gildi. Vinnan er heitust bæn og fær nýja merkingu í ræktun og skáldskap. [... ] Skapandi vinna er það góða sem menn skulu ástunda, ávöxtur hennar er fegurri framtíð“ (11:59-60). Það kemur glöggt fram hjá Viðari hvað þessar hugmyndir, þessi lífssýn Step- hans, hafði verið lengi að mótast og hvað Stephan hafði mikið fýrir að afla sér þeirrar menntunar sem svo endurspeglast í kvæðunum. Einn vetur snemma á Dakótaárunum var hann frá vinnu vegna lasleika. Kannski var þetta hans mikil- vægasta „háskólaár“ (til glöggvunar og einföldunar mætti þá kannski tala um áhrifin af lestri Njólu í Víðimýrarseli forðum sem „menntaskólann“, en Viðar segir það kvæði Björns Gunnlaugssonar hafa ýtt undir guðleysishugmyndir Þingeyinga á síðari hluta 19. aldar, sjá 1:59). í veikindunum sökkti Stephan sér ofan í helstu spekinga samtímans (t.d. Ingersoll, Adler og sjálfan Emerson) og allan Shakespeare að auki (1:237). Menningarfélag bænda í Dakóta reis upp úr þessum gróðri og var m.a. beint gegn „steingerðu kenningakerfi“ (11:159) íslensku klerkanna. Atli Flarðarson lætur að því liggja í Lesbókargrein (24. apríl 2004) að nánar þurfi að rannsaka þau heimspekilegu áhrif sem Stephan G. varð fýrir. Viðar bendir þó á fjölmargt í því sambandi (og það hafa reyndar fleiri gert, t.d. Óskar Halldórsson í ritgerð sinni um Á ferð og flugi 1961:69 og áfr.). Ég minni t.d. á orð Viðars um „meitlaða útfærslu“ Stephans á hugmyndum Felix Adlers (1:297) þar sem skáldið segir: „Mennirnir byggja goðunum aðeins auðn- irnar í þekkingu sjálfra sín, numda landið er óðal hins náttúrlega." Um bókmenntaáhrifin sem Stephan varð fyrir nægir að minna á það sem Viðar ræðir í kaflanum „Á bekk með Zola og Crane“ (11:30-33). Þar sýnir hann fram á þekkingu Stephans á samtímabókmenntum og jafnframt sjálfstæði hans gagnvart helstu höfundum natúralismans. Kvæðaflokkinn Á ferð ogflugi (1900), harmsögu vestur-íslensku stúlkunnar Ragnheiðar, segir Stephan „með fögru myndmáli sem var í andstöðu við þá natúralísku krufningu sem honum þótti eins og skvetta upp úr hrákadalli hjá Zola. Yrkisefnið var engu að síður í anda natúralismans og slík nýjung að íslenskir ritdómarar gátu vart tekið sér það í munn...,“ segir Viðar (11:31). Hann minnir á að sjálfur Einar Hjörleifsson, raun- sæismaðurinn og fýrrverandi Hafnarstúdent, hafi í ritdómi talað um þetta verk sem vindhögg ómenntaðs manns - og andstæðingar Stephans vestanhafs þreytt- ust ekki á tilbrigðum við það stef. Segja má að „Hafnardrottnunin“ (11:71) og kirkjuvaldið hafi þarna sameinast í því að reyna að knésetja uppreisnarsegginn. í verki sínu, ekki síst í seinna bindinu, teflir Viðar iðulega fram andstæðunum TMM 2004 ■ 3 115
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.