Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 127
Tónlist
þess að þau séu tákn fyrir grósku í menningarlífinu. Alvarleg nútímatónlist sé
merki um hámenningu, vitsmunalíf og framfarir, jafnvel þó enginn nenni að
hlusta á hana. Pleasants telur að þetta ástand sé tilkomið vegna þess að fólk haldi
að þetta hafi alltaf verið svona.
Hauskúpudómar fyrri alda
Það viðhorf að „æðri tónlist“ eigi ávallt erfitt uppdráttar í fyrstu kemur ffam í
frægri bók eftir Nicholas Slonimsky, The Lexicon of Musical Invective. Slo-
nimsky segir að tónlist sé undir flestum kringumstæðum tekið með tortryggni
þegar hún heyrist fyrst og telur að um hálf öld þurfi að líða frá því að tónsmíð
er frumflutt og þar til hún fær þann sess að vera talin snilldarverk. Þetta rök-
styður hann með mýmörgum dæmum um vonda dóma sem tónskáld frá
dögum Beethovens hafa fengið. Til dæmis hafi einu sinni verið sagt að tónlistin
eftir Berlioz væri eins og bullið í fullum apa og að verk eftir Béla Bartók hljóm-
aði eins og gagg í hænu á flótta undan reiðum fjárhundi. Tónlist eftir Franz Liszt
hafi verið líkt við villt óp og viðbjóðslega sveppasýkingu og um Scriabin hafi
eftirfarandi verið ritað: „Tónlist hans er eins og vímuefni. Það eru margar fleiri
tegundir til, eins og kókaín, hass, heróín, svo maður tali ekki um áfengi. Það
hlýtur að vera nóg. Af hverju þarf að gera listina að andlegu eiturlyfi? I einni sin-
fóníu effir Scriabin eru átta horn og fimm trompetar. Hjá honum er það þó ekki
merkilegra en átta líkjörar og fimm tvöfaldir viskí."
í bók sinni sýnir Pleasants fram á að fimmtíu ára regla Slonimskis eigi alls
ekki við rök að styðjast. Margar frábærar óperur hafi slegið í gegn strax í byrjun
og sömu sögu sé að segja um ótal önnur tónverk. Fimmtíu ára reglan sé fýrst og
fremst afsökun fýrir því að megnið af nútímatónlist sé lélegt og auk þess hund-
leiðinlegt.
Ég verð að segja það að persónulega er ég alls ekki sammála Pleasants. Sumt
af því sem hér hefur verið frumflutt undanfarin ár er harla gott. Nýlegt dæmi er
Passía Hafliða Hallgríssonar sem hefur verið að fá afburðadóma í erlendum
blöðum og tímaritum undanfarið. Ég er hins vegar á því að stór hluti íslenskra
nútímaverka sé ekki merkilegur, einfaldlega vegna þess að þannig hefur það
alltaf verið. Ógrynni tónverka var samið á nítjándu öld; megnið af þeim er löngu
gleymt og heyrist hvergi nema í helvíti. Snilldin er alltaf sjaldgæf; sagan á eftir að
dæma og vinsa úr því sem samið er í dag.
Póstmódernisminn og tónlistin
Það að Sinfónían sé búin að fella niður sérstaka tónleikaröð helgaða nútímatón-
list má hugsanlega tengja við áherslubreytingu Morgunblaðsins í menningar-
málum. Þar til seint í júní á þessu ári var menningarumfjöllun blaðsins þríþætt;
„æðri listgagnrýni“ var á menningarsíðunum, ítarlegri umfjöllun um menningu
og listir í Lesbókinni og greinar um dægurmenningu affast í blaðinu. Þegar
breytingin átti sér stað var gerð grein fýrir henni í leiðara og hún réttlætt með
TMM 2004 • 3
125