Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 127
Tónlist þess að þau séu tákn fyrir grósku í menningarlífinu. Alvarleg nútímatónlist sé merki um hámenningu, vitsmunalíf og framfarir, jafnvel þó enginn nenni að hlusta á hana. Pleasants telur að þetta ástand sé tilkomið vegna þess að fólk haldi að þetta hafi alltaf verið svona. Hauskúpudómar fyrri alda Það viðhorf að „æðri tónlist“ eigi ávallt erfitt uppdráttar í fyrstu kemur ffam í frægri bók eftir Nicholas Slonimsky, The Lexicon of Musical Invective. Slo- nimsky segir að tónlist sé undir flestum kringumstæðum tekið með tortryggni þegar hún heyrist fyrst og telur að um hálf öld þurfi að líða frá því að tónsmíð er frumflutt og þar til hún fær þann sess að vera talin snilldarverk. Þetta rök- styður hann með mýmörgum dæmum um vonda dóma sem tónskáld frá dögum Beethovens hafa fengið. Til dæmis hafi einu sinni verið sagt að tónlistin eftir Berlioz væri eins og bullið í fullum apa og að verk eftir Béla Bartók hljóm- aði eins og gagg í hænu á flótta undan reiðum fjárhundi. Tónlist eftir Franz Liszt hafi verið líkt við villt óp og viðbjóðslega sveppasýkingu og um Scriabin hafi eftirfarandi verið ritað: „Tónlist hans er eins og vímuefni. Það eru margar fleiri tegundir til, eins og kókaín, hass, heróín, svo maður tali ekki um áfengi. Það hlýtur að vera nóg. Af hverju þarf að gera listina að andlegu eiturlyfi? I einni sin- fóníu effir Scriabin eru átta horn og fimm trompetar. Hjá honum er það þó ekki merkilegra en átta líkjörar og fimm tvöfaldir viskí." í bók sinni sýnir Pleasants fram á að fimmtíu ára regla Slonimskis eigi alls ekki við rök að styðjast. Margar frábærar óperur hafi slegið í gegn strax í byrjun og sömu sögu sé að segja um ótal önnur tónverk. Fimmtíu ára reglan sé fýrst og fremst afsökun fýrir því að megnið af nútímatónlist sé lélegt og auk þess hund- leiðinlegt. Ég verð að segja það að persónulega er ég alls ekki sammála Pleasants. Sumt af því sem hér hefur verið frumflutt undanfarin ár er harla gott. Nýlegt dæmi er Passía Hafliða Hallgríssonar sem hefur verið að fá afburðadóma í erlendum blöðum og tímaritum undanfarið. Ég er hins vegar á því að stór hluti íslenskra nútímaverka sé ekki merkilegur, einfaldlega vegna þess að þannig hefur það alltaf verið. Ógrynni tónverka var samið á nítjándu öld; megnið af þeim er löngu gleymt og heyrist hvergi nema í helvíti. Snilldin er alltaf sjaldgæf; sagan á eftir að dæma og vinsa úr því sem samið er í dag. Póstmódernisminn og tónlistin Það að Sinfónían sé búin að fella niður sérstaka tónleikaröð helgaða nútímatón- list má hugsanlega tengja við áherslubreytingu Morgunblaðsins í menningar- málum. Þar til seint í júní á þessu ári var menningarumfjöllun blaðsins þríþætt; „æðri listgagnrýni“ var á menningarsíðunum, ítarlegri umfjöllun um menningu og listir í Lesbókinni og greinar um dægurmenningu affast í blaðinu. Þegar breytingin átti sér stað var gerð grein fýrir henni í leiðara og hún réttlætt með TMM 2004 • 3 125
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.