Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 128
Tónlist
því að skilin á milli hefðbundinnar menningar og dægurmenningar hafi smátt
og smátt verið að fjara út. Það hafi verið að gerast með „mjög skýrum hætti í
myndlist, leiklist, tónlist, bókmenntum og fleiri sviðum menningar síðustu ára-
tugi.“ I leiðaranum var sagt að færa mætti rök fyrir því „að hin gamla skipting
heyri fortíðinni til og eðlilegt sé að fjalla um menningarlífið og hina mismun-
andi þætti þess í einni heild. Þau sjónarmið hafa verið uppi á menningarritstjórn
Morgunblaðsins síðustu árin að með þeim hætti mundi Morgunblaðið endur-
spegla betur raunveruleikann í menningarlífi okkar um þessar mundir.“ Því var
ákveðið að sameina umfjöllun um alla þætti menningarlífsins á vettvangi einnar
menningarritstjórnar á sama svæði aftast í blaðinu.
Það er alveg rétt að tímarnir hafi breyst. Ég man eftir því þegar haff var við
mig útvarpsviðtal þegar ég var tólf ára vegna þess að ég hafði verið svo duglegur
að spila á píanó. Einhver karlfauskur tók viðtalið og spurði mig þessara venju-
legu spurninga, hvort mér þætti gaman í skólanum, hvort ég væri nervus þegar
ég kæmi fram, hvað ég æfði mig mikið og hvert væri uppáhalds tónskáldið mitt.
Svo sagði hann: „Jæja, Jónas, nú ætla ég að spyrja þig samviskuspurningar.
Hlustarðu á popp?“
Málrómur hans var eins og hann væri að spyrja mig hvort ég hefði átt sam-
neyti við Satan. Ég man ekki hverju ég svaraði, en það kom fát á mig. Popp var
lágmenning og ég gat auðvitað ekki verið bendlaður við það, þótt leynilega þætti
mér poppið alveg ágætt. Ég held ég hafi svarað þessu á þann veg að poppið væri
„ókei“, en það yrði samt að vera sæmilega vitsmunalegt til að ég fílaði það. Klass-
ísk tónlist væri auðvitað miklu merkilegri.
Frík í tónlistarskóla
Á þessum tíma skiptust tónlistarmenn í tvær andstæðar fylkingar. Poppararnir
voru vinsælu tónlistarmennirnir en við hinir vorum utangarðsmennirnir. I skól-
anum þótti alveg ótrúlega hallærislegt að læra á píanó, og aðeins frík fóru í tón-
listarskóla. Gufan var eina útvarpsstöðin og flestir hötuðu hana fyrir sinfóníu-
gargið sem þar var spilað allt of off. Sinfóníuhljómsveit Islands hélt reglulega
tónleika á fimmtudagskvöldum, yfirleitt tvisvar í mánuði, en þó sjónvarpið væri
í fríi þessi kvöld var aðsóknin stundum dræm.
Nú er öldin önnur. I hverjum mánuði eru haldnir ótrúlega margir tónleikar,
sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Tónlistarskólar skipta tugum og Sinfóníu-
hljómsveit íslands er farin að keppa við erlendar ofurhljómsveitir. Klassíkin
þykir ekki lengur asnaleg, og það er sjálfsagt mál að börn séu send í tónlistar-
nám. Björk er orðin heimsfræg og enginn skammast sín fyrir rokkið lengur.
Mörkin á milli dægurtónlistar og sígildrar tónlistar eru orðin óljós; Sigrún
Eðvaldsdóttir og félagar spila með Björk og gamlir popparar á borð við Finn
Torfa Stefánsson, Kjartan Ólafsson og Áskel Másson eru orðnir að virðulegum
tónskáldum. Rokkararnir eru búnir að láta klippa sig og hámenningartón-
skáldin Hjálmar H. Ragnarsson, John Speight og margir aðrir eru frjálslega síð-
hærðir. Suður-amerískur popptaktur heyrist í píanókonsert eftir Atla Heimi
126
TMM 2004 ■ 3