Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 12
Moldin syngur ekki alltaf hitt. En orsökin er kannski sú að ég ætlaði alltaf að skrifa þér gott bréf í alvöru og langt bréf í rólegheitum - en sjá, nú eru jólin liðin og með þeim öll þessi yndislegu rólegheit sem eru reyndar mest fólgin í því fyrir mér að passa að krakkarnir veki ekki sofandi fólkið á daginn og að passa að fólkið veki ekki sofandi krakkana á nóttunni. [...] Svo var það þetta með kvæðin þín. Ég gat nú ekki annað, Gvendur. Það leitaði bara eitthvað út, eitthvað sem annars hefði tekið fyrir kverk- ar mér og kæft mig. Heldurðu að ég trúi því ekki að þér sé sárt um þessi litlu börn þín? - Þegar ég var 21 árs fór ég fyrst að heiman. Kvöldið áður en ég fór fékk Sigrún mig til, með ginningum og fögrum orðum, að láta Sigríði, hugsaðu þér, bara hana Sigríði, heyra eitthvað af vísum eftir mig. Mér fannst það ekki svo voðalegt áður en það byrjaði - en þegar Sigrún byrjaði að þylja þá byrjaði ég að gráta - já ég veit ekki hvort ég hafði nokkurntíma fram að þeim degi grátið eins mikið. Og þetta var bara hún Sigríður. - En þú verður að fyrirgefa mér þetta drengurinn minn, ég gerði það ekki í illri meiningu, en mig langaði líka, meðfram, að ýta við þér. Ég vildi ekki leyfa þér að grafa þig í hólinn með gullið þitt. Ó það er margt, margt, margt sem ég þarf að segja þér en drengirnir mínir eru lasnir og ég skrifa þetta meðan Nonni sefur [...] Heima 11. mars 1930 Elsku Ragni mín. Hjartans þökk fyrir seinasta bréfið þitt. Hvað get ég annars skrifað þér? Já ég ætlaði að skrifa þér nokkur orð um kvæðin mín. - Það er um sum þeirra, að þú mátt ekki láta þau frá þér fara - Gerðu það ekki. - Það er í mesta máta ókarlmannlegt að játa, að í hvert skipti sem ég hugsa til þessa tiltækis með þessar vísur mínar, - þá líður mér ekki vel. Það eru svo fjölmörg þeirra sem ég vildi svo gjarnan aldrei hafa skrifað upp, og hvað þá sent frá mér. - Ég er staðráðinn í að vera varkár um slíkt framvegis. Það voru svo mörg sem ég sendi þér, aðeins þér og ekki nokkurri annarri manneskju. Nei Ragni það allra sárasta er að nú á ég engan griðastað framar með kvæðin sem ekki mega allir sjá. - Segðu mér, til dæmis, hvað þú hafir gert við „Fyrsta kapitula“. Sýndirðu hann mörgum? Á hann máske að koma á prent? Þú misvirðir það ekki þó að ég biðji þig að segja mér það. - Þetta er það sem mig langar mest til að vita. Skrifaðu mér og segðu mér að þú hafir ekki gjört það. Ég fékk nýlega bréf frá Kristni Andréss. Hann hefur haft mikið fyrir þessum kvæðum veslings maðurinn. Þeyst með þau frá einum til ann- ars, og alls staðar var nóg fyrir. Hann segir að Sveinn Sigurðss. hafi samt lofað að birta nokkur þeirra einhvern tíma seinna. Æ jæja. 10 TMM 2005 • 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.