Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 7
Moldin syngur ekki alltaf Bréfaskipti Guðmundar Böðvarssonar og Ragnheiðar Magnúsdóttur Árið 1994 kom út ævisaga Guðmundar Böðvarssonar skálds á Kirkjubóli eftir undirritaða, Skáldið sem sólin kyssti. Rauðan þráð í þeirri sögu mynduðu bréf Guð- mundar til skáldgyðju hans, Ragnheiðar Magnúsdóttur frá Gilsbakka, húsmóður á Ytri-Skeljabrekku og síðar Hvítárbakka í Borgarfirði. Þau bréf sýndu á einstæð- an hátt þróun og þroska ungs skálds og gáfu í skyn að samband þessara tveggja einstaklinga hefði verið náið, þó að þau hittust sjaldan og aðstæður þeirra og kjör væru afar ólík. Þegar ég vann að bókinni var talið að bréf Ragnheiðar til Guðmundar væru glötuð en um það leyti sem bókin kom út komst ég að þv' að til væri umslag með bréfum, geymt á Handritadeild Landsbókasafnsins en lokað forvitnum fram í nóvember 2004. Þetta hlutu að vera bréfin frá Ragnheiði til Guðmundar, og þegar umslagið var opnað reyndist svo vera. Auk bréfanna voru í umslaginu kvæði eftir Ragnheiði sem hún sendi Guðmundi til varðveislu - eins og hann sendi henni sín kvæði. Efst í bunkanum er þessi yfirlýsing Guðmundar: Hér eru bréf Ragnheiðar Magnúsdóttur frá Gilsbakka til mín. Enginn má af þeim draga þá ályktun að okkar vináttusamband hafi á nokkurn hátt verið annað en það sem þar kemur fram, - handleiðsla hennar á mér, ungum dreng, - hún var og er dásamleg kona. Hér eru einnig þau ljóð hennar er hún fól mér. - Er mér ekki annað unnt en að forða þessu frá glötun, ef hægt er, og biðja fram- tíðina fyrir það. Guðm. Böðvarsson í síðasta bréfi Guðmundar til Ragnheiðar þakkar hann henni fyrir það sem hann varð með skýrum orðurn: „Þegar einhverjir eru að tala um að ég hafi orðið fyrir mestum áhrifum af þessum og þessum í vísunum mínum, þá vita þeir ekki að það var huldukona sem gaf mér flautuna mína, - á mér hvíla þau álög að ég má eng- um segja hvað hún heitir“ (Skáldið sem sólin kyssti, 351). Lesendur geta því rétt ímyndað sér spennuna hjá ævisöguritaranum þegar hún opnaði umslagið. Ekki laust við að hendurnar titruðu og munnurinn yrði þurr eins og gamall pappírinn í TMM 2005 • 3 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.